fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Stefanía Hrund tapaði málinu þrátt fyrir skriflega játningu geranda: „Mér leið eins og heimurinn væri að hrynja“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir varð fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir fimm árum síðan. Þrátt fyrir að vitnisburður Stefaníu hafi verið talin trúanlegur ásamt þeim gögnum sem málinu fylgdu og skriflega játningu gerandans tapaði hún málinu fyrir dómi.

„Ég er sár. Þetta er setning sem allir segja einhvern tíma á lífsleiðinni. Það kannast allir við það að verða sárir, reiðir, sorgmæddir og fleira. Þetta eru eðlilegar tilfinningar,“ segir Stefanía í opnu bréfi sem hún skrifar geranda sínum á síðunni Vynir.is

**Ef að þú ert viðkvæm/viðkvæmur fyrir umræðu um kynferðisáreitni/ofbeldi þá varar Stefanía við lestri greinarinnar**

„Kæri brotamaður, þú manst kannski ekki mikið eftir mér, kannski manstu eftir mér ég er ekki viss. Ég veit það hins vegar að ég man eftir þér. Það eru fimm ár síðan að þú breyttir lífi mínu, ekki til hins betra. Þetta kvöld og það sem á eftir kom situr í mér eins og þetta hafi gerst í gær. Ég man eftir samtalinu sem ég átti við þig eftir að þú fórst heim, ég man eftir því að hafa spurt þig af hverju þú gerðir þetta. Ég man svo ótrúlega vel eftir svarinu „af því að mig langaði það.““

Mætti geranda sínum daglega í þrjú ár

Stefanía gekk í sama skóla og gerandi sinn og mætti hún honum því nánast daglega og lýsir hún því sem þremur árum í hreinu helvíti.

„Þegar ég fékk að vita að þetta færi fyrir dóm kviknaði smá von hjá mér – von um réttlæti. Ég átti eftir að læra að réttarkerfið okkar er meingallað. Hann neitaði fyrir dómi, þrátt fyrir þær skriflegu játningar sem til voru frá honum. Málinu var frestað trekk í trekk fyrir dómi með tilheyrandi vanlíðan fyrir mig og mitt fólk. Það var ekkert sem ég gat gert. Ég var bara „vitni“ í mínu eigin máli og fékk ekkert að segja um þetta. Loks rann dagurinn upp, dagurinn sem þetta mál fór fyrir dóm – þremur árum eftir brotið – rétt fyrir útskriftardaginn minn úr menntaskóla.“

Eftir að málið var tekið fyrir í dómi tók við löng bið eftir niðurstöðu.

„Svo kom símtalið frá lögfræðingum mínum. Við höfðum tapað málinu. Það fylgdi þó með í úrskurðinum að vitnisburður minn hafði verið trúanlegur ásamt þeim gögnum sem voru í málinu. En þrátt fyrir það var þetta orð gegn orði. Það voru til játningar frá honum meira að segja skriflegar en það skipti ekki máli. Það spilaði líka mikið inn í hvað það tók langan tíma fyrir málið að fara frá ríkissaksóknara og í dóm – eitthvað sem ég gat engan veginn breytt.“

Tíminn stóð í stað

Dagarnir eftir dóm voru Stefaníu erfiðir og tóku þeir á fleiri í kringum hana líka.

„Ég var ekki ég sjálf, mér leið eins og heimurinn væri að hrynja. Eftir brot greindist ég með kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég átti sem betur fer góðar vinkonur og fjölskyldu sem hjálpuðu mér að komast í gegnum þetta allt og ég útskrifaðist úr menntaskóla þremur dögum eftir réttarhald. Það var engan vegin auðvelt og tók á miklu fleiri heldur en bara mig. Eftir að dómurinn kom fannst mér eins og tíminn hafði stoppað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera eða hvað ég ætti að segja. Ég var svo sár. Ég var sár út í hann, sár út í dómskerfið, sár út í heiminn en verst af öllu var ég sár út í sjálfa mig. Ég kenndi mér sjálfri um –  Kenndi mér um þær tilfinningar sem ég var búin að upplifa undanfarinn þrjú ár. Ég kenndi mér um allt.“

Það tók Stefaníu þrjú ár að geta talað um atvikið við aðra heldur en hennar nánustu fjölskyldu og vinkonur.

„Það tók mig fjögur ár að leita mér hjálpar hjá Stígamótum. Það tók mig langan tíma að geta sagt setninguna: „Ég lenti í kynferðisbroti og það var ekki mér að kenna.“ Setningin „I am not what happened to me – I am what I choose to become“ hefur verið mér sem lífsmottó eftir þetta atvik. Ég ætla mér ekki að láta þetta eyðileggja meira af mínu lífi, ég ætla ekki að láta þetta marka hver ég er.“

„Hann er einstaklingur sem þurfti á hjálp að halda“

Í dag, fimm árum síðar hefur Stefanía leitað sér hjálpar hjá Stígamótum og sálfræðingum. Hún hefur unnið í sjálfri sér með hjálp vina og fjölskyldu og er loksins komin á góðan stað í lífinu.

„Ég finn samt reglulega enn fyrir vanlíðan út af þessu – það á aldrei eftir að hverfa. Ég er enn þá hrædd, mér líður enn þá illa og stundum gerist það að ég fái enn martraðir um þetta kvöld. Ég finn enn fyrir reiði út í réttarkerfið, ég skil rökin fyrir niðurfellingunni ekki enn – og ég á ábyggilega aldrei eftir að skilja þau. Þrátt fyrir reiðina þá hefur mér tekist, með hjálp fagaðila að útiloka þá reiði sem ég var með út í gerandann að mestu leyti. Það er að segja ég er ekki að hugsa um hana daglega. En dagarnir eru auðvitað misjafnir. Suma daga er ég mjög sár og líður mjög illa, aðra tekst mér að gleyma mér í einhverju skemmtilegu og næ að hugsa ekki út í þetta. Það þarf samt oft bara eitthvað pínulítið til að triggera mig en vonandi læri ég að höndla þetta með tímanum. Reiðinn hverfur aldrei alveg. Ég er enn sár út í hann fyrir það sem hann gerði mér, fyrir þá vanlíðan sem hann lét mig upplifa. Ég er enn sár. Þetta á aldrei eftir að hverfa enda er þetta ekki eitthvað sem hægt er að taka til baka. Ég er þó farin að sjá að hann er einstaklingur sem þurfti á hjálp að halda – og vonandi hefur hann bara fengið þá hjálp sem að hann þurfti.“

Að lokum minnir hún geranda sinn á það að hún hafi ekki beðið um neitt af því sem gerðist.

„Kæri brotamaður, þú fékkst að labba út úr dómssalnum án afleiðinga. Ég sat hins vegar eftir með minningar, ör og vanlíðan. Ég bað ekki um að þú myndir gera mér þetta. Ég bað ekki um að það tæki svona langan tíma að koma þessu í gegnum réttarkerfið. Ég bað ekki um þessa vanlíðan sem fylgdi. Ég bað ekki um neitt af þessu – en ég þarf að gjalda fyrir það allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 12 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 12 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.