fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hann léttist um 75 kíló á 10 mánuðum og fékk kynhvötina aftur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 07:00

Ótrúleg breyting á tæpu ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Gordon Gauss byrjaði að þyngjast þegar hann var að ljúka miðskóla og var þá orðinn rétt tæplega hundrað kíló. Þegar háskóli tók við þyngdist hann um rúm 22 kíló til viðbótar fyrsta árið. Á háskólaárunum byrjaði hann að draga sig í hlé, fór minna og minna út úr húsi og hreyfði sig lítið sem ekkert. Í lok námsins var hann orðinn rúmlega 150 kíló og farinn að finna fyrir þunglyndi.

Í framhaldinu tók atvinnulífið, og streitan sem því fylgir, við sem varð til þess að kílóin héldu áfram að bætast á hann. Árið 2010, þegar hann var aðeins 26 ára gamall, var hann orðinn um það bil 175 kíló. Hann vissi að hann þyrfti að snúa lífi sínu við og segir sögu sína á vefsíðu tímaritsins Men’s Health.

Fyrsta tilraun Gordons til að breyta um lífsstíl gekk ekki sem skyldi.

„Mér var bara alveg sama“

Gordon byrjaði á því að telja kaloríur og brenndi fleiri kaloríum en hann neytti. Með þeirri aðferð náði hann að koma sér niður í rétt rúmlega 130 kíló. Hann fann hins vegar ekki fyrir neinni hvatningu að halda áfram, hætti að fylgjast með því sem hann borðaði, hætti að mæta í ræktina og fyrr en varði var hann kominn aftur í sama far.

„Þunglyndið varð mjög slæmt. Mér var bara alveg sama þannig að ég bætti öllu aftur á mig og meira til,“ segir Gordon. Það leið ekki á löngu þar til Gordon var orðinn 200 kíló og hélt sér í þeirri þyngd þar til í janúar á þessu ári.

„Mér finnst það ótrúlegt. Það var eins og það væri skylduverk að borða svona mikið,“ segir Gordon. Hann gat ekki gengið upp og niður stiga og náði ekki að komast með auðveldu móti á milli herbergja.

„Ég gat ekki neitt.“

Gordon með nýfæddum syni sínum.

Tók sig á fyrir soninn

En í janúar voru tíu ár síðan tengdafaðir hans lést úr hjartaáfalli og það ýtti við Gordon, sem var þá kvæntur yndislegri konu og á með henni tveggja ára gamlan son.

„Ég hugsaði um þetta. Ég hugsaði um tveggja og hálfs árs gamlan son minn og hugsaði: Ég þarf að léttast til að geta verið til staðar fyrir hann. Til fjandans með þunglyndið. Það getur ekki staðið í vegi mínum. Ég þarf að gera þetta fyrir hann,“ segir hann.

Í þetta sinn ákvað hann að fá hjálp við að breyta um lífsstíl. Hann fékk læknishjálp til að halda þunglyndinu í skefjum og einkaþjálfara til að halda sér við efnið. Hann notaði smáforritið LoseIt til að telja kaloríur og tók út næstum því allan sykur og unninn mat úr mataræði sínu. Hann byrjaði aftur að mæta í ræktina og notaði Apple-úrið sem hjálpartæki. Á aðeins tíu mánuðum náði Gordon að losa sig við 75 kíló.

Gordon hefur náð gríðarlega góðum árangri.

Kynhvötin eins og í háskóla

„Ég fór frá því að geta varla gengið í tíu mínútur án þess að finna fyrir verkjum í hnjánum, sköflungunum og bakinu og vera uppgefinn eftir tuttugu mínútur í að skokka tíu kílómetra. Þannig að lífið hefur breyst ákaflega mikið,“ segir hann. Hann bætir við að fleira hafi breyst í sínu lífi eftir að hann breytti um lífsstíl í annað sinn.

„Ég hef mikla orku og þarf minni svefn. Kynhvöt mín hefur aukist til muna þannig að það er gott. Það getur örugglega pirrað konuna mína en kynhvötin er eins og hún var þegar ég var í háskóla.“

Gordon hreyfir sig nánast daglega.

Ekki byrja á morgun – byrjaðu í dag

Í dag er Gordon rúmlega 120 kíló og ætlar að ná fleiri kílóum af sér. Hann borðar um það bil 1600 kaloríur á dag og hreyfir sig nánast daglega. Hann ætlar ekki að snúa aftur til fyrri venja og miðlar góðum ráðum til annarra í sömu stöðu og hann var sjálfur fyrir tæpu ári.

„Ekki hugsa um að byrja eftir viku, byrja eftir mánuð, byrja á morgun. Ekki byrja á morgun, byrjaðu núna. Ég veit ekki hve oft ég hugsaði: Æi, ég ætla að byrja á mánudag. Þannig að ég ofát um helgina. Ekki gera það. Byrjaðu bara núna.“

Gordon með litla snáðann sinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.