fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Tíu vikna gamall drengur missti næstum því tær út af einum hárlokk – þetta verða foreldrar að lesa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 22:12

Alex ásamt syni sínum Ezra og dótturinni Charlie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var hræðileg lífsreynsla,“ segir Alex Upton, 26 ára gömul, tveggja barna móðir, í Upton í Englandi í samtali við tímaritið People. Tíu vikna gamall sonur hennar, Ezra, jafnar sig nú eftir spítalavist en hann missti næstum því fjórar tær þegar hárlokkur úr móður hans vafðist utan um tærnar. Lokkurinn stöðvaði blóðflæði í tærnar í að minnsta kosti tólf klukkutíma að sögn móðurinnar.

Alex segir að hún hafi vaknað við grát Ezra og orðið ráðvillt þegar hvítvoðungurinn vildi ekki drekka mjólk. Stuttu síðar tók hún eftir að tær hans voru orðnar rauðar og bólgnar. Þetta olli nýbökuðu móðurinni að sjálfsögðu talsverðum áhyggjum, en þegar hún skoðaði fót Ezra betur sá hún að hárlokkur hennar hafði vafist utan um tærnar og þannig stöðvað allt blóðflæði.

Stundum þarf bara einn hárlokk.

„Hárlokkurinn hlýtur að hafa verið þarna í tólf til fjórtán klukkutíma því ég tók bara eftir þessu um morguninn,“ segir Alex og heldur áfram. „Ég togaði í lokkinn og áttaði mig þá á því að hann væri vafinn þétt um tærnar hans. Hann var vafinn um þrjár eða fjórar tær. Mér leið hræðilega.“

„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“

Alex reyndi í rúmlega korter að losa hárlokkinn án árangurs. Þá náði hún sér í flísatöng og tókst loks að klippa lokkinn í sundur. Því næst fór hún með drenginn á sjúkrahús þar sem hún fékk bakteríueyðandi krem fyrir tærnar. Móðirin segir að Ezra hefði líklegast ekki haldið tánum ef hún hefði ekki tekið eftir hárlokkinum.

„Ég gæti yfirleitt fyllsta öryggis þegar kemur að börnunum mínum en ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast.“

Ezra litli braggast vel og er búinn að jafna sig á atvikinu. Alex brýnir fyrir foreldrum að hafa varann á, þar sem eitt, saklaust hár geti valdið miklum skaða.

Það stórsá á tánum þegar hárlokkurinn var fjarlægður.

„Ráð mín til foreldra eru þau að fara vel yfir föt og snúa þeim á rönguna til að fjarlægja óæskileg hár þegar þeir eru að skipta á börnum, klæða þau í sokka eða taka þau úr baði,” segir hún og heldur áfram.

„Hár festist auðveldlega í fötum þegar þau hafa verið í þvottavélinni þannig að það er mikilvægt að fara vel yfir allt.“

Alex hafði miklar áhyggjur af Ezra eins og gefur að skilja, en ásamt þeim á myndinni er stóra systir Ezra, Charlie.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.