fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Bleikt

Skelfileg reynsla Ingu: „Vissi að þarna inni væri látið barnið mitt“ – Minnstu kisturnar þær þyngstu að bera

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Hrönn Kristjánsdóttir upplifði fyrr á þessu ári einn þann mesta sársauka sem nokkurt foreldri gæti þurft að ganga í gegnum þegar hún fæddi dóttur sína, Kristíönu Líf, eftir einungis 21 vikna meðgöngu.

Kristíana Líf var heilbrigð í alla staði en líkami Ingu var veikur og var niðurstaðan sú að annað hvort myndu þær báðar láta lífið eða bara ófædd dóttir hennar.

„Þú komst og fórst á augnabliki, þú fékkst aldrei tækifæri til þess að lifa. Ég mun aldrei heyra þig gráta, hlæja eða sjá þig brosa. Mun ekki geta horft á þig vaxa og dafna. Þú lifðir í 21 viku. Þú varst hér, þú varst til. Orð fá ekki lýst tilfinningunni þegar ég missti þig. Þú varst heilbrigð, fullkomin í alla staða. Það var ég, líkami minn sem að var veikur. Það var annað hvort að við færum báðar eða bara þú, hvorugt færir mig þig. Ég hefði dáið fyrir þig ef það hefði þýtt að þú myndir lifa. Að lifa án þín er erfitt, en ég verð að vera sterk því systkini þín þurfa á mér að halda. Þurfa á okkur að halda,“ segir Inga Hrönn í einlægri færslu sinni á síðunni Mamacita.

Lífið verður aldrei eins

Inga Hrönn segir tímann frá því að dóttir hennar fæddist og lést, þann 22. maí á þessu ári, enn vera óraunverulegan.

„Sumir segja að lífið haldið áfram, sem það gerir. En það er ekki eins, ekkert er eins. Það er eitthvað sem brotnar inni í manni. Ætli við lærum ekki að lifa með þessu. Þetta er enn allt svo óraunverulegt. Fæðingin, tíminn með þér á spítalanum og jarðarförin. Elsku litla líf, eins og ljósmóðirin sagði sem að tók á móti þér, ekki vitandi það að við vorum löngu búin að velja nafn á þig. Kristíana Líf, fædd og dáin 22. maí 2018. Ég vil að þú vitir hversu mikið elskuð þú ert og verður alltaf og að þér verður aldrei gleymt, aldrei!“

Erfiðleikarnir sem tóku við eftir fæðinguna voru Ingu óbærilegir og var sem tíminn stæði í stað.

„Ég var orðin svo spennt að hitta þig og fá að fara með þig heim en í staðinn fór ég tómhent heim. Ég sá hinar mömmurnar, með nýfæddu börnin sín. Ég sá mann frammi á gangi sem sat með nýfædda barnið sitt. Svo glaður. Svo ástfanginn. Ég talaði við hann, af hverju veit ég ekki en í lok samræðunnar óskaði ég honum til hamingju. Hann horfði á mig brosandi og sagði „Takk sömuleiðis.“ Mig langaði svo að segja honum að barnið mitt væri dáið en í staðinn brosti ég og sagði lágt „takk.“ Því hver er ég að hella minni sorg yfir á hann. Yfir á einhvern annan sem var ekki að upplifa það sama.“

Minnstu kisturnar þær þyngstu að bera

Á leið aftur inn á stofuna sem Inga dvaldi á eftir fæðinguna sá hún inn til konu sem var nýbúin að eiga barn sitt. Þar voru ömmur og afar í heimsókn sem stakk hana virkilega í hjartastað.

„Amman hélt á barninu brosandi og allir aðrir líka. Þetta voru bara nokkrar sekúndur en leið eins og heil eilífð. Þegar ég kom að hurðinni stoppaði ég andartak áður en ég tók í hurðarhúninn og opnaði. Mig langaði ekki að fara inn. Því ég vissi að þarna inni væri látið barnið mitt og maki minn ásamt allri sorginni og reiðinni. Ég dró djúpt inn andann og opnaði. Um leið og ég steig inn brotnaði ég niður og grét. Maðurinn minn spurði hvað hefði gerst og ég sagði honum það. Hann sagði ekki neitt, heldur tók bara utan um mig. Þú varst jarðsett hjá langafa þínum þann 25. maí og er þetta erfiðasta jarðarför sem ég hef farið í. Enda eru minnstu kisturnar þær þyngstu að bera. Ég elska þig og sakna þín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.