fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hundar ekki jafn gáfaðir og við héldum – Þessi dýr eru í raun og veru klár

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 2. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn hefur sýnt fram á það að hundar eru í raun og veru ekki jafn klárir og margir hafa viljað halda fram. Rannsóknin sem framkvæmd var í háskólunum í Exeter og Canterbury skoðaði yfir þrjú hundruð ritgerðir um heilastarfsemi dýra ásamt því að bera saman vitsmunalega hæfileika hunda við sambærilegar tegundir svo sem úlfa, birni, ljón og híenur.

Stephen Lea, prófessor við háskólann í Exeter sagði að rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Learning & Behaviour og Metro greindi frá, hafi komist að því að margar af þeim rannsóknum sem áður hafi verið gerðar um vitsmunalega hæfileika hunda hafi verið gerðar hundunum í hag. Það er að segja, lesið hafi verið of mikið úr þeirri hegðun sem hundarnir sýndu og margar af rannsóknunum voru gerðar með það markmið að „sanna“ það hvað hundar væru klárir.

Sambærilegar tegundir alveg jafn klárar

„Þeim hefur oft verið líkt við Simpansa og í hvert skipti sem hundur hefur gert eitthvað rétt þá er það túlkað sem eitthvað ótrúlegt. Samt sem áður fundum við það út að í hverju og einu tilfelli þá eru aðrar sambærilegar tegundir sem geta gert að minnsta kosti nákvæmlega það sama og hundurinn í sama verkefni og hann fær,“ segir Stephen Lea.

Mynd: Getty

Dr. Britta Osthaus frá háskólanum í Canterbury segir að „vitsmunalegir hæfileikar hunda séu ekkert óvenjulegir,“ þegar þeir eru bornir saman við aðrar sambærilegar tegundir. Jafnframt tekur hún það fram að eigendur þeirra séu ekki að gera þeim neinn greiða með því að vera að búast við of miklu af þeim.

„Hundar eru bara hundar og við verðum að taka þeirra þarfir og þeirra raunverulegu hæfileika með í myndina þegar við hugsum um það hvernig við eigum að koma fram við þá.

En hvaða dýr eru þá í raun og veru klár?

Geitur, svín, höfrungar selir og sæljón eru að minnsta kosti jafn klár dýr og hundar.

Svín eru jafn fær og hundar um að þefa uppi mannfólk.

Kindur, dúfur og simpansar þekkja mannfólk af andliti þeirra.

Kettir þekkja fólk jafn vel og hundar með heyrn sinni.

Asnar og hestar eru jafn góðir og hundar að komst í gegnum hindranir.

Úlfar, þvottabirnir og híenur geta lært að toga í spotta til þess að fá mat.

Höfrungar, simpansar, risa pöndur, tvær tegundir af björnum og sjávar otrar geta notað verkfæri jafn vel og hundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.