fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Faðir Elísabetar svipti sig lífi: „Ég var stöðugt hrædd um að þeir sem ég elskaði myndu fara frá mér“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Elsku pabbi fyrir tólf árum síðan tókstu þitt eigið líf, eftir það sem ég get aðeins giskað á að hafi verið löng og erfið barátta við ljótan sjúkdóm sem hefur eignað sér líf allt of margra.“

Þetta kemur fram í einlægu bréfi sem Elísabet Kristín hefur ritað til föður síns á síðunni Öskubuska.is. Faðir hennar svipti sig lífi þegar hún var einungis fjórtán ára gömul eftir erfiða baráttu við þunglyndi.

Skildi ekki hvernig faðir sinn gat valið þessa leið

„Í langan tíma skildi ég ekki hvernig þú gast valið að fara þessa leið. Valið að taka þitt eigið líf fram yfir mig, systur mínar og alla þá sem elskuðu þig en í dag veit ég betur. Ég veit að þú valdir þetta ekki, að á þessum stað í lífi þínu hélst þú að þetta væri eina leiðin til að losna undan sársaukanum. Undan svarta skýinu sem fylgdi þér alla daga og lagðist þungt yfir allt í kringum þig, saug í sig alla þá gleði sem þú fannst áður og allir þeir djöflar sem þú hafðir að draga þyngdust og þyngdust.“

Segist Elísabet lengi hafa eytt tíma í það að vera reið vegna sjálfsvígs föður hennar sem gerði það að verkum að hún þróaði með sér kvíða og þunglyndi.

„Ég vildi óska þess að ég hefði vitað hvað þú varst að ganga í gegnum, að ég hefði ekki bara verið barn svo ég hefði getað hjálpað. Reynt að létta undir, jafnvel þó það hefði bara verið eitt auka knús eða eitt kúr í viðbót í sófanum á sunnudagsmorgni yfir formúlunni. Ég gerði allt sem ég gat til þess að forðast og fela tilfinningar mínar. Ég lokaði mig af og lét alltaf eins og ekkert væri að og á endanum var ég búin að ná að sannfæra sjálfa mig að svo væri. Þar til allt sprakk. Ég þróaði með mér kvíða, þunglyndi og neitaði að hleypa neinum nálægt mér. Ég var stöðugt hrædd um að þeir sem ég elskaði myndu fara frá mér og ég lærði aldrei að vinna í tilfinningum mínum. En engar áhyggjur, ég er að vinna í mér í dag og ég neita að leyfa þessum sjúkdómi að vinna.“

Minningarnar ekki góðar

Elísabet segir að allir þeir sem hún hittir í dag segi henni hversu brosmildur, glaður og góðhjartaður faðir hennar hafi verið. Hann hafi alltaf verið til staðar og tilbúinn til þess að hjálpa öllum.

„Ég hitti fólk sem þekkti þig og það eru allir tilbúnir til þess að deila góðu minningum sínum af þér sem mér finnst æðislegt því sjálf á ég svo fáar góðar minningar eftir. Ég sé myndir af okkur saman, brosandi og hlæjandi og ég vildi að ég gæti munað eftir þessum tímum sem við áttum saman en því miður þá er það sem ég man hvað mest eftir ekki svo frábært. Ég man eftir pabba helgunum þar sem þú vannst alla nóttina og svafst mest allan daginn. Ég man eftir að hafa viljað eyða tíma með pabba mínum. Ég man eftir að hafa liðið eins og aukahlut á heimilinu þínu og ég man eftir því að hafa sagt mömmu að ég vildi ekki lengur fara í pabba helgarnar mínar.“

Elísabet segist óska þess að hlutirnir hefðu varið öðruvísi. Að hún og faðir hennar hefðu átt í betri samskiptum og að hún ætti fleiri góðar minningar með honum.

Elísabet með móður sinni og börnum

„Að dætur mínar gætu fengið að hitta afa sinn. Ég tel mig samt heppna því ég á æðislega fjölskyldu sem er alltaf til staðar og ég á yndislega mömmu sem gerir allt fyrir mig. Stendur þétt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt og ég hreinlega gæti ekki beðið um betri mömmu. Ég elska þig og ég mun alltaf sakna þín elsku pabbi. Elsku mamma, takk fyrir allt. Ég veit ekki hvað ég myndi gera án þín. Þú ert kletturinn minn, fyrirmyndin mín og mín besta vinkona.“

Að lokum vill Elísabet benda fólki á það að ef einhver sem þau þekkja þjást af sjálfsvígs hugsunum þá sé gott að skoða síðuna Útmeða eða hringja í hjálparsíma rauða krossins í númerinu 1717.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“