fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ótrúleg breyting á Sögu Ýr á einu ári: Svona getur neyslan farið með mann – Sláandi munur

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 1. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, shit, þetta tókst. Í mikilli örvæntingu ákvað ég að prófa aðra stefnu í lífinu. Ekki fyrst og fremst til þess að friða einn eða neinn heldur því ég vildi sjá hvort að grasið væri raunverulega grænna hinu megin, þar sem allt í mínum garði var orðið að ösku.“

Á þessum orðum hefur Saga Ýr Nazari tilkynningu sína um eins árs edrúafmæli.

Horfist í augu við sjálfa sig án sjálfsblekkingar

Samsett mynd af Sögu frá því tímabili sem hún var í neyslu og síðan í dag þegar hún hefur verið edrú í eitt ár

Þann 28. september árið 2017 lagðist Saga inn á meðferðarheimilið Vog þar sem hún dvaldi í tuttugu daga. Í framhaldinu fór hún í meðferð á Vík í tuttugu og átta daga.

„Það eru 365 dagar á einu ári þannig að þetta var enginn tími. Ég fór á áfangaheimili þegar ég útskrifaðist úr meðferð og bjó þar í átta mánuði. Ég vildi athuga hvað myndi ske ef að ég myndi leggja jafn mikla orku í edrúgöngu mína og ég lagði á mig í neyslu. Útkoman er svona: Ég náði að fagna tvítugs afmælinu mínu edrú, ég fékk fólkið mitt og traust þeirra til baka. Ég er í námi, ég er að rækta áhugamálin mín sem voru týnd í ryki áður, ég er að fá að semja tónlist og spila, ég er að fá að hjálpa öðrum einstaklingum sem eru í baráttu við fíkn að sigrast á henni og ég er að fá að taka þátt í hreyfingu sem skiptir máli, eins og „Ég á bara eitt líf“. Það besta við þetta allt er að ég er að fá að mæta sjálfri mér, nákvæmlega eins og ég er. Ég er að horfast í augu við sjálfa mig án sjálfsblekkingar og ótta en mikil vinna og ræktun á innra barni var nauðsynleg í því ferli.“

Minningarsjóður Einars Darra gefur fíklum von

Saga þakkar SÁÁ fyrir það að taka hana í sínar hendur og kenna henni á lífið.

„Kenna mér að ég var ekki aumingi, heldur var ég og er ég að glíma við genatengdan fíknisjúkdóm. Ég vil þakka öllum fyrirmyndum sem hafa nýtt sitt platform til þess að segja frá sinni sögu af stolti, það hjálpaði mér. Ég vil þakka fyrir Minningarsjóð Einars Darra fyrir að vekja upp þjóðina okkar. Gefa okkur fíklunum von, hjálpa okkur að skila skömminni.“

Saga segist ánægð að sjá mun fleiri af yngri kynslóðinni taka eftir því hversu alvarlegt það getur verið að neyta áfengis og eiturlyfja.

„Ég vil meina það að ég hefði orðið veik á þessum sjúkdómi sama hvort lífið mitt hefði verið dans á rósum eða ekki. En ég vil líka meina það að fræðslan sem ég hef fengið svona ung, sé ástæðan fyrir því að ég er að fá að takast á við þetta svona ung. Hver sem er getur fetað þessa leið og ég þurfti að læra það á erfiðan hátt að ég gæti það ekki ein.“

Fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband sem Saga gaf út eftir að hafa gengið beinu brautina:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.