fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Ætlaði að elda pasta en endaði með alvarleg brunasár á stórum hluta líkamanns

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 1. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og eins árs stúlka hlaut brunasár á fimmtán prósentum líkamanns eftir slys í heimahúsi ekki alls fyrir löngu. Stúlkan sem um ræðir, Sonia Cooper, er Spánverji en var í heimsókn hjá vinum sínum í Toulouse í Frakklandi þegar slysið varð.

Þannig er mál með vexti að klukkan fjögur um nótt datt Soniu það í hug að sjóða pasta á heimili vinar síns. Hún skellti því í pott og beið eftir að suðan kæmi upp, en í millitíðinni sofnaði hún.


Þegar hún rankaði við sér hljóp hún rakleiðis inn í eldhús, en ekki vildi betur til en svo að hún rann á gólfinu og ósjálfráð viðbrögð urðu til þess að hún greip í pottinn með þeim afleiðingum að brennandi heitt vatnið gusaðist yfir hana. Hlaut hún alvarleg brunasár á bringu, handleggjum, hálsi og hluta andlits.

Slysið varð síðsumars 2017 og hefur Sonia verið á batavegi síðan.

Í samtali við Metro rifjar hún upp að hún og vinur hennar hafi reynt að kæla sárin í sturtunni meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Það tók hann um klukkustund að koma og segir Sonia að sársaukinn hafi verið næsta óbærilegur. Hún var færð undir læknishendur þar sem löng og ströng endurhæfing tók við, meðal annars húðágræðsla og aðgerðir sem miðuðu að því að takmarka skaðann.

Hún segir að dvölin á sjúkrahúsi hafi verið erfið og einmanaleg, en þegar hún fór í endurhæfingu hafi henni liðið betur því þar voru fleiri í sömu sporum og hún – sumir með verri og stærri ör en hún.

Hún segist enn vera að læra að meðtaka breytinguna á útliti sínu, en hægt og bítandi muni hún læra að elska örin og sætta sig við þau. „Til að byrja með þoldi ég þau ekki en í dag finnst mér þau ekki ljót,“ segir hún og bætir við að þeir sem bera ör eftir slys eða veikindi þurfi ekki að skammast sín, þvert á móti. „Þið eruð hetjur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.