fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Agnes talaði ekki um kynferðisofbeldið í mörg ár: „Það voru siðblindir menn sem notfærðu sér líkama minn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 28. september 2018 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Sveinsdóttir talaði ekki um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í mörg ár. Það var þung byrði að bera og á endanum læsti þunglyndið klónum sínum í hana og dró hana ofan í myrkrið. Hún varð kvíðin, lokaði sig af og forðaðist fólk. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

„Ég er þolandi kynferðisofbeldis, það voru siðblindir menn sem notfærðu sér líkama minn án mín samþykkis. Það er erfitt að vera þolandi, þetta er lífsreynsla sem mun aldrei hverfa,“ segir Agnes í einlægri færslu á síðunni Vynir.

Tíminn læknar ekki öll sár

Það er sagt að tíminn lækni öll sár en í tilfelli Agnesar er það ekki svo. Með þrotlausri vinnu hefur dregið úr kvíða og sjálfstraustið aukist en hún efast um að hún nái sér að fullu.

„Stundum gerist það að ef ég fer út að skemmta mér og týni vinkonu minni, eins og gengur og gerist, þá kemur yfir mig mikil hræðsla. Ég verð mjög óörugg og fer að fylgjast óvenju mikið með fólki í kringum mig. Mér finnst mjög óþægilegt að vera inni á þröngum skemmtistöðum því mér finnst alltaf eins og það sé verið að káfa á mér þegar ég geng í gegnum troðninginn. Ég veit að það er ekki raunin, en það er mín upplifun.“

Agnes segir mennina sem ákváðu að notfæra sér líkama hennar hafa verið siðblinda.

„Siðblind manneskja hefur litlar sem engar tilfinningar, en leikur þær vel. Það er manneskja sem sér ekki af sér, talar vel um sjálfa sig, sýnir enga virðingu fyrir öðrum, hefur enga eftirsjá og veit ekki hvað sektarkennd er. Svo ekki sé talað um hversu mikið þessar manneskjur geta logið framan í þig án þess að glotta.“

Lærir að lifa með áfallinu

Í mörg ár talaði Agnes aldrei um nauðgunina sem hún varð fyrir þar til dag einn þegar allar tilfinningar hennar brutust út.

„Ég held að maður komist aldrei almennilega yfir svona stórt áfall, þú lærir bara að lifa með því. Ég er ennþá að læra að lifa með þessu þótt það séu nokkur ár síðan. Ég gerði aldrei neitt í þessu í mörg ár. Ég talaði ekki um nauðgunina við neinn og gekk með djöfulinn á bakinu alla daga. Það var ekki fyrr en ég kynntist bjargvætti mínum sem ég varð frjáls, laus við að bera þetta ein alla daga.“

Agnes kynntist strák sem byggði upp traust hennar og varð fljótt mjög góður vinur hennar.

„Ég hitti hann á erfiðum tímapunkti í mínu lífi. Ég var nýbúin að lenda í bílslysi og var öll löskuð eftir það, leið illa og var orðin verulega þunglynd. Einn daginn brotnaði ég niður hjá honum. Ég bara grét og grét og var ekki viss af hverju en svo fór ég að tala og þá kom öll ævisagan. Ég vissi aldrei að ég gæti talað um mína sögu en ég gerði það.“

Pantaði tíma á Stígamótum án hennar samþykkis

Vinur Agnesar hafði daginn eftir samband við Stígamót og pantaði tíma fyrir hana þar án hennar samþykkis.

„Ég var alveg brjáluð út í hann að fara svona á bakvið mig. Mér fannst ég ekki þurfa að tala aftur um mína fortíð. Ég var búin að segja honum nánast allt, af hverju átti ég að fara að tala við einhverja kellingu út í bæ um sömu söguna aftur? Hvað þá að vera að eyða hennar mikilvæga tíma í einhvern eins ómerkilegan og mig.“

Vinur Agnesar sannfærði hana um að mæta í tímann. Hann sagði henni að hann vissi ekki hvernig hann gæti hjálpað henni en að það væru sérfræðingar hjá Stígamótum sem gætu það.

„Ég vissi ekkert hvað Stígamót var áður en ég mætti þangað. Í dag er ég svo þakklát fyrir það að hafa mætt. Ég var greinilega bara tilbúin til þess að tala og vá hvað það var gott. Eftir nokkra viðtalstíma fór ég að finna fyrir því að mig langaði til þess að kæra málið. Ég spurði hvernig það ferli yrði en svörin voru ekki það sem ég vonaðist eftir. Mér var gert grein fyrir því að á hverju ári er bara brota brot af kynferðisafbrotamálum sem komast alla leið að dómstól. Flest mál séu felld niður vegna skorts á sönnunargögnum og að þau mál sem dæmt er í eru ávallt svekkjandi því það er nánast alltaf lágmarks dómur. Ég hafði og hef engin sönnunargögn svo ég mun aldrei geta farið lengra með þetta mál. Mig langar heldur ekki til þess að leggja allan sársaukann við málaferli á mig fyrir ekki neitt. Kynferðisafbrotadómar á Íslandi eru mesta bull sem ég veit um. Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi.“

Kenndi sjálfri sér um nauðgunina

Agnes velti sér lengi upp úr þeirri staðreynd að hún hafi ekki leitað á bráðamóttöku.

„Ég hugsaði oft af hverju ég leitaði ekki á bráðamóttökuna, af hverjuþurfti ég að lenda í þessu, hvað gerði ég rangt. Í dag, eftir að vera búin að vinna vel í mínum málum, þá veit ég svarið. Ég fór ekki upp á bráðamóttöku vegna þess að ég skammaðist mín, ég kenndi mér um þetta í öll þessi ár. Í dag veit ég betur. Ég er hetja að hafa gengið í gegnum þessa lífsreynslu og að hafa lifað sársaukann af. Ég á enga sök í þessu máli. Ég er þolandi.“

Þakkar Agnes Stígamótum fyrir það að beina henni á rétta braut og fyrir það að hafa hjálpað henni að vinna úr erfiðri lífsreynslu sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum.

„Í dag er ég bjargvætti mínum svo innilega þakklát fyrir að hafa sannfært mig um að mæta í þennan tíma og allt það sem hann hjálpaði mér í gegnum. Hefði ekki verið fyrir hann þá er alveg klárt mál að ég væri ekki á svona góðum stað í lífinu í dag. Í dag er ég svo heppin að eiga yndislegan unnusta sem tekur mikið tillit til mín og ég veit að ég get verið mjög erfið. Við eigum eina þriggja ára litla skellibjöllu saman sem er okkur allt og ég er svo ótrúlega heppin. Hefði ég ekki farið í prógramm hjá Stígamótum þá er ég ekki viss um að ég væri hér lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.