fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Raunverulegar sögur um ímyndaða vini barna: „Dóttir mín á ekki ímyndaða vini, hún á ímyndaða óvini“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. september 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg börn eiga ímyndaða vini sem þau tala við, leika sér við og kenna um hitt og þetta sem foreldrarnir voru búnir að banna.

Margar hryllingsmyndir hafa verið gerðar um ímyndaða vini barna og getur það því verið óhuggulegt fyrir fullorðna fólkið þegar börnin þeirra fara að ræða við þau um einstaklinga sem enginn sér né heyrir í, nema barnið.

Þau geta þó líka verið hlægileg atvikin sem koma upp varðandi ímyndaða vini og tók Huffington saman lista af tístum frá fólki um einmitt það.

„Þegar ég var í bakaríi með þriggja ára gömla barninu mínu þá krafðist hún þess að ég myndi líka kaupa bollaköku fyrir ímyndaða vin hennar,“ – Niri

°

„Ég vildi óska þess að fimm ára gamall sonur minn hefði látið mig vita áður en hann bauð öllum vinum sínum í afmæli ímyndaða vinar síns um helgina,“ – Brian Hope

°

„Sonur minn skrifaði sögu í skólanum í dag um ímyndaða vin sinn Vínó. Ég geri ráð fyrir því að skólastjórnendur hafi samband við mig til þess að ræða um uppeldið á heimilinu,“ – Unfiltered Mama

°

„Barnið okkar á ímyndaðan vin og þökk sé öllum þeim bíómyndum sem ég hef séð í gegnum tíðina þá held ég að sjálfsögðu að hann sé einhverskonar djöfull,“ – Gary Whitta

°

„Fimm ára gamla dóttir mín er miður sín vegna þess að ímyndaði vinur hennar er vondur við hana… Það var ekki farið yfir þetta í handbókinni,“ – Rachel Harris

°

„Fimm ára gamall sonur minn á ímyndaðan vin sem heitir geimveran Bob. Honum finnst skemmtilegt að hanga uppi í rúmi, alveg eins og ímyndaða kærastanum mínum,“ – Stella G. Maddox

°

„Dóttir mín varð reið við mig rétt í þessu af því að ég vildi ekki gefa ímyndaða vini hennar súkkulaðiköku fyrir kvöldmatinn. Sönn saga,“ – Jenna von Oy

°

„Sonur minn á ekki ímyndaðan vin, hann á ímyndað barn. Það er líklega vegna einhvers sálfræðilegs niðurbrots sem ég hef ollið honum,“ – Elizaeth Piccuto

°

„Ég var að ganga inn á dóttur mína vera að borða heilt smjörstykki. Hún kenndi ímyndaða vini sínum um,“ – Philip Michaels

°

„Ég var rétt í þessu að hætta í símanum við foreldra ímyndaða vinar fjögurra ára gamallar dóttur minnar,“ – Dave Pell

°

„Tveggja ára gamla barnið mitt var rétt í þessu að veifa höndunum inn í tómt herbergi og segja „Bæ,bæ“ Það er eins gott að hún eigi ímyndaðan vin því ég ætla ekki að borga aftur fyrir særingarmann,“ – James Breakwell

°

„Ég er bara að rúlla út leir fyrir ímyndaða vin sonar míns í afmælisboði,“ – Chris Cheline

°

„Ég var að komast að því að krakkinn sem ég hélt að væri ímyndaði vinur dóttur minnar er í alvöru til. Úps,“ – NyimaFunk

°

„Ef ímyndaða vinkona dóttur minnar vill ekki tala við mig þá ætti hún ekki að mæta við kvöldmatarborðið á hverju kvöldi og ætlast til þess að fá mat,“ – Emily Cutler

°

„Ef þú hélst að börn elski að eiga systkini þá voru dætur mínar að rífast yfir því hvernig liturinn á kjól ímynduðu vinkonu þeirra var,“ – James Breakwell

°

„Ímyndaða vinkona dóttur minnar, Ishi, lést í þessari viku. Ég myndi biðja um mínútu þögn en hún reis víst upp frá dauðum í dag,“ – Anthony Mendez

°

„Sonur minn virðist eiga ímyndaðan vin. Sem þíðir það að þriggja ára gamall sonur minn er nú þegar orðinn vinsælli en ég,“ – James McMath

°

„Fimm ára gamla dóttir mín var að segja ímyndaða vini sínum að hann sendi henni of mörg skilaboð,“ – Molly Ball

°

„Svo ég var að komast að því að dóttirmín á ímyndaðan vin. Litla stúlku sem heitir Syllana og er fjögur þúsund ára gömul. Ég er með sjúklegar áhyggjur,“ – Robert Florence

°

„Ég heyrði fjögurra ára gamla dóttur mína vera að rífast við sjálfa sig. Hún á ekki ímyndaða vini, hún á ímyndaða óvini,“ – James Breakwell

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.