fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Fimm spurningar sem mikilvægt er að spyrja að áður en þið flytjið inn saman

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. september 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar par hefur ákveðið að taka það stóra skref að flytja inn saman þá þarf að huga að ýmsu. Sama hvernig fólk lítur á það, þá er það mjög stór ákvörðun að flytja inn saman. Það er því mikilvægt að velta hlutunum fyrir sér og ræða ýmislegt áður en stokkið er á kaf í djúpu laugina.

„Yfirleitt þegar pör taka þessa mikilvægu ákvörðun þá gera þau ráð fyrir því að maki sinn hafi ákveðnar óskir. Það er mikilvægt að ræða öll mál áður en fólk flytur inn saman því það skapar minni áhættu á gremju seinna meir,“ segir Dr. Sabitha við Huffington.

Fimm hlutir sem mikilvægt er að ræða um áður en tekin er ákvörðun um að flytja inn saman:

  1. Hver borgar fyrir hvað?

Inni í þessari spurningu er innifalið að ræða það hver kemur með hvað inn á heimilið, hvað parið ætlar að kaupa sér saman og hvað það er sem vantar.

Peningavandamál eru algeng í samböndum en með því að ræða svona hluti fyrirfram þá minnkið þið líkurnar á því að rifrildi um peninga skapist seinna meir. Takið ákvörðun um það hvort stofna skuli sameiginlegan reikning sem mun vera notaður þegar kemur að íbúðarmálum og hver ber ábyrgð á því að borga hvað. Það er í lagi að vera ósammála um það hvernig þið eyðið peningum ykkar en það er mikilvægt þegar þið eruð í sambandi að geta rætt málin og tekið millivegin. Þannig komið þið í veg fyrir það að öðru hvoru ykkar líði illa.

  1. Eruð þið bæði skráð fyrir íbúðinni?

Það gæti verið vandræðalegt að ræða þetta þar sem þið eruð kannski ekki búin að taka ákvörðun um það að vera saman að eilífu. En það er mikilvægt að bera þessa spurningu á borð svo að hvorugt ykkar verði fyrir vonbrigðum með það hvernig hinn aðilinn lítur á þetta.

  1. Hvernig ætlið þið að haga innkaupum og máltíðum?

Þessari spurningu fylgir líka skipulagning á þrifum og fleiru þess háttar. Kannski vill annað ykkar sjá um að þrífa klósettið á meðan hitt vaskar upp og svo framvegis.

Það getur verið mikilvægt að skrifa niður þau verkefni sem þarf að sinna á heimilinu og að hvort um sig beri ábyrgð á sínu verkefni. Svo lengi sem þið skiptið niður verkefnum þá ætti ykkur að líða vel.

  1. Hvernir eru hugmyndir ykkar um gestagang?

Hér þarf líka að velta fyrir sér hvernig umgengni er á heimilinu. Er annað ykkar morgunmanneskja sem vill vakna snemma á meðan hitt vakir frameftir með hávaða í sjónvarpinu. Það þarf að setja reglur á þessa hluti.

Það er mikilvægt að ræða þetta. Sumum finnst ekki gott að hafa gestagang allan daginn heima hjá sér á meðan öðrum finnst það ekkert mál. Það er gott að gefa góðan fyrirvara ef þú ætlar að bjóða vinum/vinkonum heim svo maki þinn geti undirbúið sig fyrir það. Ekki mæta með fimm félaga heim úr vinnunni án þess að láta vita, það mun enda í rifrildi.

  1. Hver er ástæðan fyrir því að þið eruð að flytja inn saman?

Þetta er það sem flest pör ræða ekki. En ástæðan getur verið marbreytileg. Kannski eruð þið að spara, kannski viljið þið sjá hvert sambandið leiðir ykkur, eða kannski eruð þið að stefna á það að gifta ykkur fljótlega. Það er gott að hafa einhverja hugmynd á því hvað hinn aðilinn er að hugsa svo enginn verði fyrir vonbrigðum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.