fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Fimm æðislegar boozt uppskriftir fyrir börnin

Mæður.com
Fimmtudaginn 27. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég geri mikið af booztum fyrir mig og Villimey og geri oftast bara eitthvað en það er margt sem henni finnst bara hreint ógeðslegt svo ég hef þurft að prófa mig aðeins áfram.

Villimey er með mjólkurofnæmi svo það eru engar kúavörur í þessum uppskriftum þannig þetta er alveg vegan, en auðvitað hægt að nota þær vörur ef þið kjósið þess en mæli með að sleppa ekki möndlumjólkinni, hún er einstaklega góð í boozt.

Þessir eru hennar uppáhalds og ég reyni að hafa þá næringarríka og matarmikla og nota því mikið chia fræ eða hafra sem innihalda prótein.

Ávaxtabomba

4-5 græn vínber
nokkrir mangó bitar
2-3 jarðarber
1/2 banani
Ca. 1-2 dl Oatly jarðarberja jógúrt
Ca. 1-2 dl soya mjólk
Mamma Chiastrawberry banana

Grænn og sætur

Lúka af spínati
Safi úr 1/4 sítrónu
1/2 banani
1/2 grænt epli
Ca 1-2 dl kalt vatn
Msk chia fræ sem hafa legið í vatni
1/4 gúrka

Hafragott

dl haframjöl
1 banani
dl haframjólk
Mamma chiablueberry
1/2 epli

Banana mangó tangó

Lúka af mangó bitum
Banani
msk chia fræ sem hafa legið í vatni
1-2 dl hreinn appelsínusafi
1-2 dl möndlumjólk

Sæti sæti

2 lúkur mangó bitar
Banani
Msk chia fræ sem hafa legið í vatni
Lúka spínat
1-2 dl möndlumjólk
1-2 tsk lífrænt agave síróp

Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.