fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Stefanía Rut segir móðurhlutverkið yfirþyrmandi: „Ég grét næstum því á hverjum degi á leiðinni í vinnuna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Rut Hansdóttir er þrítug þriggja barna móðir sem býr um þessar mundir ein með börnum sínum í Danmörku þar sem hún stundar nám við sálfræði.

„Við fluttum hérna út upprunalega til þess að ég gæti klárað byggingarfræðinginn en ég ákvað í sumar að sleppa því og klára sálfræðina sem ég útskrifast úr í vor. Börnin mín eru tíu ára, sjö ára og átján mánaða gömul,“ segir Stefanía í samtali við blaðamann.

Sagði engum frá því að hún væri með fæðingarþunglyndi

Embla Rán, dóttir Stefaníu á myndinni sem hún deildi

Fyrr í dag fékk Stefanía upp minningu á Facebook síðu sinni frá árinu 2013. Minningin var mynd af dóttur hennar frá því að hún var tveggja ára gömul og vakti hún upp erfiðar tilfinningar hjá Stefaníu sem hún gaf blaðakonu góðfúslegt leyfi til þess að skrifa um.

„Ég man þegar að ég sótti hana. Hún var nýbúin að fá nýjan regngalla og hún elskar að vera úti. Hérna er hún tveggja ára. Ég klístraði á mig brosi og þóttist vera rosalega ánægð og áhugasöm um hvað þau hefðu verið að gera í dag. Raunin var sú að ég heyrði ekki orð. Ég kom oft of seint með krakkana í leikskólann, ég kom stundum of seint að sækja þau og stundum á morgnanna fann ég ekki hrein föt á þau,“ segir Stefanía þegar hún rifjar upp erfiða tíma.

„Það sem fæstir vita var að ég var með fæðingarþunglyndi og meðgönguþunglyndi. Ég sagði aldrei neitt. Ég hélt bara áfram. Mig langaði ekki að líða svona, mátt mér líða svona gagnvart stelpunni minni. Mér fannst eins og ég þoldi hana ekki en ég elskaði hana samt. Ég var einstæð, nýkomin úr erfiðu sambandi til sex ára. Ég var nýbúin að missa fóstur þegar mánuði seinna ég varð ólétt aftur af þessari skottu.“

Grét á leiðinni í vinnuna

Stefanía viðurkennir að muna ekki alveg eftir fyrstu þremur árum dóttur sinnar.

„Þau eru í móki, ég grét næstum því á hverjum degi á leiðinni í vinnuna, þegar ég kom heim, ég þurfti líka stundum að stoppa bílinn úti í kanti með krakkana í bílnum vegna þess að þetta var svo yfirþyrmandi og bara grét. Þessi hljóðlegi mömmugrátur þar sem allt er að falla saman á sömu sekúndu.“

Stefanía segir að sumir dagar séu einfaldlega erfiðari en aðrir og að mæður séu allar að reyna að gera sitt besta.

„Ég tek ofan af fyrir þeim mömmum sem hafa fulla stjórn á þessu hlutverki. Muna eftir öllum foreldrafundum, leikdeitum og öllum þessum dögum. Ég er ekki ein af þeim mömmum. Ég sef yfir mig, ég spring og ég öskra. Ég næ ekki að hafa instagram hreint heimili eða koma alltaf á réttum tíma. Ég næ ekki alltaf að fara í sturtu á daginn og oftar en ekki er ég á seinasta snúningi með verkefnaskil í skólanum.“

Móðurhlutverkið er yfirþyrmandi og það er raunveruleikinn

Stefanía segist viss um að allar mæður séu einhvern tíma á þessum stað í lífinu.

„Þar sem heimurinn er að falla saman og þetta móðurhlutverk er yfirþyrmandi, bara það að halda andliti er erfitt stundum. Svona er raunveruleikinn. Við getum ekki gert allt. Ég er ein af þeim sem er að plana matarinnkaupin og reyna að muna hvað sé að gerast í skólanum í vikunni þegar börnin mín eru að lesa fimm sinnum í viku. Ég veit ekki einu sinni hvað bókin heitir. Í morgun sendi ég krakkana með pening í skólann vegna þess að ég nennti ekki að smyrja matarpakka. Knús til ykkar allra sem eigið erfiða daga, það verður betra. Ég lofa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.