fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Rósa Soffía: „Maður er aldrei of gamall til þess að láta drauma sína rætast“

Lady.is
Miðvikudaginn 26. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú týpan sem býrð til markmiða og „to do“ lista um hver áramót um hluti sem þig langar til að gera, en svo verður ekkert eða lítið úr þeim? Ég var lengi þessi týpa og það hafa nokkur atriði verið á mínum lista í mörg ár og ég ekki gert neitt til að vinna að þeim, eða a.m.k. ekkert að ráði. En núna í ár er ég búin að vera ótrúlega dugleg að gera þá hluti sem mig hefur lengi langað til að gera. Kannski hefur aldurinn eitthvað með þetta að gera, ég veit það ekki. Maður yngist allavega ekki neitt.

Ég get ekki talið í hversu mörg ár ég hef sett á markmiðalista hjá mér að ná að gera upphífingu. Nokkrum sinnum byrjaði ég eitthvað að vinna í því. Keypti mér teygju og skoðaði video á netinu. En yfirleitt gafst ég svo bara upp þegar mér hafði ekki tekist eftir nokkrar tilraunir. En á þessu ári lærði ég loksins að gera upphífingu, orðin 37 ára gömul! Það hafðist einfaldlega með því að gefast ekki upp! Ég veit ekki hversu mörg video ég horfði á til að læra tæknina og svo bara reyndi ég og reyndi næstum því í hvert skipti sem ég mætti á æfingu, þangað til það hafðist. Ég held þið trúið ekki stoltinu og vellíðunar tilfinningunni sem felst í því að ná markmiði sem manni hefur langað að ná svona lengi. Þó þetta markmið sé mjög lítið og jafnvel ómerkilegt í augum margra, þá var þetta stórt skref fyrir mig og fékk mig til að trúa því að fyrst ég gat þetta, þá get ég ansi margt!

Annar hlutur sem hefur blundað í mér lengi og ég sett á markmiðalista hjá mér í nokkur ár er að læra að spila á gítar. Ég hef aldrei átt gítar og aldrei lært á nótur, svo ég mun þurfa að byrja alveg á núlli. En það er bara eitthvað við gítarspil sem hefur alltaf heillað mig. Síðasta haust sá ég auglýst gítarnámskeið á Akranesi fyrir byrjendur, en það sem stoppaði mig í að skrá mig þá var að það þurfti að mæta með sinn eigin gítar. Fyrir nokkrum dögum síðan ákvað ég að þá afsökun myndi ég ekki nota aftur. Ég skráði mig í einhverjar hljóðfæragrúppur á facebook og sólahring síðar var ég komin með kassagítar í hendurnar. Ég fór svo að gúggla hvort að þetta sama gítarnámskeið yrði ekki aftur haldið núna í haust, og viti menn, það er haldið í hverjum mánuði. Ég skráði mig og byrja eftir 2 vikur! Ég er búin að horfa á nokkur youtube myndbönd fyrir byrjendur svo ég kunni nú kannski eitthvað aðeins áður en ég mæti á námskeiðið, en ég er að springa ég er svo spennt!

Ég mæli svo ótrúlega mikið með því að ganga á eftir markmiðum sínum og draumum, alveg sama hversu fjarlægt manni finnst það vera eða þó maður hræðist að öðrum kunni að finnast það asnalegt. Maður fyllist svo miklu stolti og sjálfstrausti þegar maður er að gera hluti sem manni hefur lengi langað til að gera.

Við lifum aðeins einu sinni, ekki fresta draumum okkar!

Færslan er skrifuð af Rósu Soffíu og birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.