fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Íris birti þessa mynd og allt varð vitlaust: „Ég vil njóta þess sem er NÚNA hvort sem er í kjörþyngd eða yfirþyngd“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Hólm Jónsdóttir

Íris Hólm Jónsdóttir er tuttugu og níu ára gömul móðir sem starfar sem söng- og leikkona. Árið 2015 flutti hún til New York og hóf nám í leiklist þar við skólann Circle in the square Theatre. Íris segir dvöl sína í New York hafa breytt lífi hennar til hins betra en einungis þremur árum áður var hún svo brotin á sálinni að hún grét inn í sér.

„Ég flutti til New York árið 2015 og hóf nám í leiklist þar. Allt við það ferli var erfitt. Ég í fyrsta lagi fór burt frá dóttur minni sem var á þeim tíma rúmlega tveggja ára, ég var í nýju landi og var svo mikið ein. Ég þurfti að vinna í sjálfri mér til þess að lifa af. Leiklistarnámið út af fyrir sig var það sem breytti lífi mínu. Þú ferð í svo ofboðslega mikla sjálfsskoðun. Þú lærir hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki og þú lærir hver þú ert. New York er svo algjörlega frábær þegar kemur að flóru allskonar fólks sem er bara eins og það er. Það var líka gífurlega frelsandi,“ segir Íris í viðtali við Bleikt.

Fannst maginn of stór og undirhakan of mikil

Myndin sem Íris birti

Á dögunum birti Íris mynd af sér í hópnum Jákvæð líkamsímynd á Facebook sem hefur vakið mikla athygli undanfarið.

„Ég man eftir því þegar ég steig á svið í þessum fötum árið 2012. Ég var svo brotin á sálinni að ég fann hvernig ég grét inn í mér. Mér fannst maginn of stór, undirhakan of mikil og ég man að ég spurði vinkonu mína endalaust „er ég allt í lagi? Er ég ekki asnaleg?“ Líkaminn minn hefur breyst mikið. Ég hef fitnað og grennst til skiptis, en alveg sama hvernig líkaminn minn er, ég er alltaf ég og það er það sem skiptir máli. Í dag er ég eins og ég er og það er yndislegt.“

Með þessum orðum deildi hún mynd af sér frá þeim tíma sem henni leið sem verst ásamt mynd af sér í dag, hamingjusamri.

Vill njóta hvort sem er í kjörþyngd eða yfirþyngd

Segir Íris að meirihluti þeirrar vinnu að líða vel sé andlegs eðlis.

„ Ég vil njóta þess sem er NÚNA. Og ég vil gera það hvort sem er í kjörþyngd eða yfirþyngd.“

Íris segist hafa unnið markvisst að hugarfarsbreytingu undanfarin ár og að hennar mati skipti það miklu máli að vinna markvisst að hverju sem er til þess að ná árangir.

„Hugarfarsbreyting er þar ekkert undanskilin. Allar þessar „klisjur“ um að tala fallega við sjálfan sig og koma fram við sjálfan sig eins og sinn besta vin virkar. Þú þarft að búa þér til nýjar venjur. Ef þú ert vanur að tala niður til þín þá verður þú að vinna markvisst að því að breyta því. Ég fór að forgangsraða. Allt í einu skipti minna máli hvernig ég var klædd í fjölskylduboðinu og meira máli að hlusta á hvað fólk hefði að segja og gefa af sjálfri mér í samræðum. Ummál magans, eða hárin á leggjunum fóru að skipta mig minna máli en að njóta tímans með dóttur minni í sundi. Með markvissri vinnu í sjálfinu færist fókusinn.“

Samfélagið opnara í dag

Aðspurð að því hvort hún finni mun á samfélaginu í dag miðað við frá árinu 2012 þegar henni leið hvað verst segist Íris finna mun og að samfélagið sé opnara.

„Mér finnst vera munur. Mér finnst samfélagið opnara og fólk hefur meira frelsi til að vera eins og það er.“

Ástæðan fyrir því að Íris tók ákvörðun um að breyta sínu hugarfari var vegna þess að henni fannst orðið eyðileggjandi fyrir sjálfa sig hversu miklum tíma hún eyddi í að hugsa um það hvað öðrum fannst.

„Ég áttaði mig á því að það eina sem skiptir máli er hvað mér finnst um sjálfa mig. Ég á fimm ára gamla dóttur og ég vil vera góð fyrirmynd. Mér finnst hugtakið „líkamsvirðing” mjög mikilvægt. Ég hlusta á líkama minn og þar með sýni honum þá virðingu sem hann á skilið. Ég geri mér líka grein fyrir því hversu ofboðslega magnaður líkami minn er og hvað hann hefur gefið mér. Líkaminn minn er eins og hann er akkúrat núna og ég ætla að elska hann alveg sama hvað. Ég hreyfi mig þannig að ég njóti mín. Ég hleyp því mér finnst það gaman, ég fer í göngutúra með dóttur minni og ég bý mér til skemmtilegar hreyfingar í gegnum daginn. Og með því virði ég líkama minn og sama tíma nýt ég þess að vera til, hvort sem í kjörþyngd eða yfirþyngd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.