fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Foreldrar segja frá vandræðalegum leyndarmálum barnanna sinna

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum verða foreldrar þínir vitni að einhverju vandræðalegu. Kannski muna þau eitthvað frá því þú varst barn. Ef til vill vita þau meira en þú heldur um athafnir þínar þegar þú varst unglingur. Það eru ýmis leyndarmál þarna úti sem eru ekki eins leynd og ætla mætti. Foreldrar vita meira en þú heldur – þetta eru sögur þeirra:

„Ég kom að syni mínum í baði þegar hann var fjögurra ára að reyna að mjólka sig yfir fötu. Ég held hann muni ekki eftir þessu, en hann hallaði sér yfir fötuna og kreisti á sér typpið. Ég spurði hann hvað hann væri að gera; hann lét sem typpið væri júgur og var að reyna að kreista út mjólkina. Ég sagði Allt í lagi elskan og lokaði hurðinni varlega á eftir mér.“

„Ég kom að fimm ara syni mínum að nudda kettinum upp við typpið á sér og segja Ó, þetta er svo gott. Ég leit til hans og sagði Það á ekki að gera svona við köttinn. Hann skammaðist sín. Kötturinn hefur aldrei verið samur eftir þetta.“

„Sonur minn er fjögurra ára og heldur að ég viti ekki um grænmetið sem hann laumar í vasana sína þegar ég lít undan. Það er einstaklega gaman að þvo fötin hans.“

„Ég mun aldrei segja syni mínum að blóðfaðir hans reyndi að drepa okkur bæði þegar ég var komin sex mánuði á leið því hann vildi ekki vera pabbi.“

„Ég fór á klósettið og skildi átta mánaða barnið eftir á mottunni. Ég fann hana inni í skáp að naga gerviliminn minn. Hún var að taka tennur og ég hafði skilið skúffuna eftir opna. Lærði ég mína lexíu? Nei. Fjórum árum síðar fann hún hann í nærfata skúffunni minni og spurði mig hvers vegna ég væri með hundabein. Þá henti ég honum í ruslið.“

„Ég gekk inn á dóttur mína að fróa sér í myrkrinu. Var að ganga frá þvottinum og hélt hún væri sofandi. Ég lét eins og ég hafði ekki séð neitt, lagði fötin frá mér og baðst afsökunar á að hafa vakið hana.“

„Þegar systir mín var nýfædd reyndi mamma að koma henni í fóstur því hún vildi hana ekki. Pabbi minn komst að því og fékk hana aftur. Hún er 21 árs og hefur ekki hugmynd um þetta.“

„Ég er einstæður faðir unglingsdrengs og stúlku. Ég veit þau tala illa um mig þegar þau eru fúl út í mig. Ég myndi aldrei segja neitt því ég vil að þau séu náin allt sitt líf. Ég veit að þau elska mig og bera virðingu fyrir mér þrátt fyrir allt. Þar að auki verð ég vitni af mörgum löngum sturtuferðum á furðulegustu tímum.“

„Ég og eiginmaður minn erum með veðmál í gangi um kynhneigð sonar okkar. Ég veðjaði hundrað dollurum á að hann sé samkynhneigður.“

„Þegar sonur minn var tveggja ára vorum við saman í sturtu, hann rann til og greip í það fyrsta sem hann gat… typpið á mér. Ég held að allir í blokkinni hafi heyrt öskrin í mér, en honum var hressilega brugðið þar sem ég lagðist í jörðina af sársauka. Ég held það sé betra fyrir okkur báða að halda þessari sögu leyndri.“

„Ég á uppáhaldsbarn.“

Þessar sögur koma beint frá viðkomandi foreldrum sem deildu þeim með lesendum Reddit og Bleikt endurbirti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann