fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Kristján: Er ég of graður?

Ragnheiður Eiríksdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á við vandamál að stríða – ég er of graður. Ég er giftur og hamingjusamur með minni konu og er alls ekki á leiðinni að fara að halda framhjá henni.

Kynlífið okkar er gott en mér finnst bara ekki nóg að stunda kynlíf með henni fjórum sinnum í viku.

Ég þarf helst að fá kynferðislega útrás daglega. Samt er ég mjög aktífur, fer mikið út að hlaupa, stunda boltaíþróttir og á mér fleiri áhugamál utan heimilisins. Ég sæki frekar mikið í klámefni, blöð og netsíður en það gefur mér enga útrás frekar en öll hreyfingin.

Ég virðist bara þurfa svona mikið kynlíf til að verða ekki pirraður og leiðinlegur heima hjá mér. Ég hef reynt að ræða þetta við konuna mína en hún getur bara ekki skilið alla þessa kynorku innra með mér. Vonandi áttu einhver ráð handa mér.

Þinn aðdáandi Kristján

Komdu sæll Kristján

Ég held að það megi segja að svona pælingar eða vandamál komi upp í hverju einasta langvarandi ástarsambandi að minnsta kosti einhvern tíma á ferlinum.

Rétt eins og við höfum mismunandi stjórnmálaskoðanir höfum við mismunandi viðhorf til kynlífs með sjálfum okkur og öðrum svo að það er varla hægt að ætlast til þess að tveir mismunandi einstaklingar með mismunandi reynslu og bakgrunn hafi nákvæmlega jafnmikinn áhuga á kynlífi árum saman.

Þetta er nú ein ástæðan fyrir því að það er svona gasalega mikil vinna að vera í sambandi og halda öllum þáttum þess í jafnvægi. Húsverkin, barnauppeldið og peningamálin taka sinn toll en kynlífið er eiginlega enn flóknara því það snýst um okkar innsta kjarna og okkar innstu tilfinningar. Peningar eru bara peningar og skúringar eru bara skúringar! Það er sannarlega gott og blessað að þú stundir alls kyns áhugamál sem veita orkunni þinni útrás en málið er samt að kynlífið snýst ekki bara um líkamlega orku og það er líklega ástæðan fyrir því að kynvindurinn er ekki allur úr þér eftir hlaup og annan hamagang.

Kannski tengist þetta mál því að þú notar kynlífið til að tjá allan þinn fjölskrúðuga tilfinningaskala. Þegar við búum ekki yfir leiðum til að vinna úr tilfinningum okkar verður niðurstaðan stundum sú að við notum eitthvað sem við kunnum, eins og kynlíf í þínu tilfelli, til að gera tilraun til að vinna úr tilfinningunum, hvort sem það tekst svo eða ekki.

Ég legg til að þú skoðir þetta aðeins… getur verið að þetta eigi á einhvern hátt við hjá þér? Að auki vil ég benda þér á að kynlíf með sjálfum þér er líka ágætis leið ef þú ert alveg að springa. Gældu við þig í sturtunni eða þegar þú ert í stuði en konan þín ekki… kannski vill hún meira að segja taka þátt – halda utan um þig eða strjúka þig á meðan. Athugaðu þessa möguleika, því að það er fleira en samfarir sem getur veitt unað og kynferðislega útrás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.