fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg reyndi ég að taka það til baka

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg vaknaði ég. Ég fékk mér morgunmat í rúmið. Ég setti salt og pipar á eggin og bjó mér til osta- og beikonsamloku úr ristuðu brauðsneiðunum. Ég kreisti safa úr appelsínu ofan í glas. Ég skrapaði öskuna af pönnunni og þurrkaði smjörið af eldhúsborðinu. Ég vaskaði upp og braut saman viskastykkið. Höfundur færslu er Meggie Royer, endurbirt á Bleikt.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg varð ég ástfangin. Ekki af stráknum hinu megin við götuna eða skólastjóranum mínum. Ekki manninum sem fór út að skokka á hverjum degi eða afgreiðslumanninum sem setti ávextina aldrei í innkaupapokann. Ég varð ástfanginn af mömmu þar sem hún sat á gólfinu í herberginu mínu og hélt hverjum einasta stein úr safninu mínu í lófanum á sér þar til svitinn dekkti þá. Ég varð ástfanginn af pabba niðri við lækinn þar sem hann stakk bréfinu mínu í flösku og sendi hana burt með straumnum. Af bróður mínum sem áður trúði á einhyrninga en sat nú í skólastofu og reyndi með besta móti að trúa að ég væri ennþá til.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg fór ég í göngu með hundinn. Ég sá hana dilla skottinu þegar fugl flaug hjá og gefa í þegar hún kom auga á kött. Ég sá tómið í augum hennar þegar hún náði í prik og sneri sér við til að biðja mig að leika, en sá aðeins himininn í minn stað. Ég staldraði við á meðan ókunnugt fólk strauk hendinni eftir mjúkum feldi hennar líkt og ég gerði áður.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg fór ég inn í garð nágrannanna þar sem ég hafði skilið eftir fótspor í steypunni, aðeins tveggja ára gömul, og sá nú hvar þau voru farin að dofna. Ég týndi nokkur blóm og reytti smá arfa meðan ég horfði á gömlu konuna í gegnum gluggann þar sem hún las blaðið með fréttinni um andlát mitt. Ég sá eiginmann hennar spýta tóbaki í eldhúsvaskinn og færa henni lyfin sín.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg horfði ég á sólina rísa. Sérhvert tré teygði anga sína til himins og barn sem stóð neðar í götunni benti mömmu sinni á bleik ský á lofti.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg fór ég aftur að líkinu og reyndi að tala hana til. Ég sagði henni frá ávöxtunum og steinasafninu, læknum og foreldrum hennar. Ég sagði henni frá sólsetrinu og hundinum og ströndinni.

Daginn eftir að ég framdi sjálfsvíg reyndi ég að taka það til baka, en það var ekki aftur snúið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.