fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Guðbjörgu langaði að gráta með 10 ára dóttur sinni: ,,Það væri allt miklu betra ef ég væri bara engill“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 24. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Guðbjargar Þrastardóttur var í leikskóla þegar hún fór í sýna fyrstu greiningu vegna gruns á athyglisbresti. Niðurstöðurnar úr þeirri greiningu voru á gráu svæði. Þær sýndu að hún átti við nokkra erfiðleika að stríða en þeir voru ekki taldir nógu alvarlegir.

„Hún er tíu ára í dag. Leikskólakennararnir höfðu samband og báðu um að meta hana sem var gert. En úr því ferli komu einungis vísbendingar um vandamál sem voru ekki taldar nægilegar til þess að uppfylla greiningarskilyrði,“ segir Guðbjörg í samtali við Bleikt.

Ekki í fyrsta skiptið sem hún grætur

Í dag er dóttir Guðbjargar í fimmta bekk og hafa þau beðið í fjögur ár, alla hennar skólagöngu, eftir greiningu og úrræðum fyrir hana.

„Ég tók mynd af dóttur minni, án hennar vitundar, þegar hún kom grátandi heim í frímínútum í dag. Ástæðan var að nokkrir drengir í bekknum hennar voru að stríða henni fyrir að hafa gleymt hjálminum sínum heima. Hún horfði á sjálfa sig í speglinum og kveið því að fara aftur í skólann því hún var hrædd um að krakkarnir sæju á henni að hún hefði verið að gráta. Þó stutt sé liðið af nýja skólaárinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún grætur vegna erfiðleika í skólanum.“

Guðbjörg tók þá ákvörðun um  að vekja athygli á sögu dóttur sinnar og baráttu þeirra undanfarin ár.

Langaði að gráta með dóttur sinni

„Stuttu eftir að hún byrjaði í fyrsta bekk var haft samband við mig frá starfsfólki skólans sem hafði áhyggjur af henni og vildi leggja fyrir hana próf. Niðurstöður voru þær sömu. Kröfur skólans reyndust henni um of strax í upphafi, hún yrði að læra að lesa, og það lá á. Hún grét og grét þegar ég sat með henni og „lét“ hana lesa, því hún átti verulega erfitt með að læra og muna stafina. Mig langaði að gráta með henni en þetta voru kröfurnar og ég vildi ekki að hún myndi lenda eftir á.“

Guðbjörg segir kennara dóttur sinnar hafa kvarta yfir því að hún væri ekki að vinna í tímum og þegar Guðbjörg spurði hvað hún gæti gert fyrir dóttur sína hafi kennarinn strax bent henni á það að eina leiðin væri lyfjagjöf.

„Svarið móðgaði mig svolítið, ég vildi a.m.k. að það væri búið að prófa öll úrræði fyrst áður en ég færi að setja hana á lyf. Auk þess fær ekkert barn lyf án skýrrar greiningar. Dóttir mín sýnir ekki mikla ofvirknihegðun, hún er frekar „stillt“ og truflar ekki kennsluna og því fer kannski minna fyrir henni, en vandamálið er samt til staðar, það truflar bara hana sjálfa mest.“

Sagðist vera heimsk og ömurleg

Guðbjörg fór að verða vör við kvíða og mikla depurð hjá dóttur sinni og upplifðu þær tímabil þar sem hún gat einfaldlega ekki farið í skólann.

„Ég bað um að hún fengi að sjá skólasálfræðing til að meta kvíða og athyglisbrest. Við biðum í 5-6 mánuði þar til hún komst loksins að. Hún fór enn og aftur í greiningu en náði ekki greiningarskilyrðum á matslista kennarans og var málinu lokað eftir eitt viðtal við mig og eitt við hana.“

Kvíðinn jókst hjá dóttur Guðbjargar en það reyndist henni mjög erfitt að læra.

„Hún fór því að forðast það, skiljanlega. Hún fór að gleyma heimavinnunni í skólanum og stundum týndust bækurnar. Hún kom heim stundum með margar óunnar blaðsíður og það tók okkur klukkutíma og jafnvel lengur að klára nokkur dæmi, hún tók kvíðaköst, missti stjórn á sér og hljóp inn í herbergið sitt grátandi margoft. Hún sagðist vera heimsk, ömurleg, kunni ekki neitt.. Sjálfsmyndin var í molum. Það sem gjörsamlega braut mig var þegar hún sagði svo: ,,Það væri allt miklu betra ef ég væri bara engill.““

Engin úrræði í boði

Guðbjörg ræddi við skóla- og fjölskylduskrifstofuna og bað um sálfræðiviðtal fyrir dóttur sína en þar var henni sagt að það væri ekki í boði fyrir börn. Þá leitaði Guðbjörg til barnaverndar til þess að athuga hvort einhver úrræði væru til staðar fyrir hana þar, en svo var ekki heldur.

„Ég var gjörsamlega ráðþrota og þurfti nauðsynlega að fá hjálp fyrir barnið mitt.“

Læknir á heilsugæslu Guðbjargar sem tekið hafði að sér mál barna með greiningar vildi ekki skrifa upp á nein lyf fyrir dóttur hennar en kom þeim að hjá sálfræðingi heilsugæslunnar.

„Hún gat gefið okkur ýmiskonar gagnleg ráð til að draga úr kvíðaköstunum en vandamálið var samt enn til staðar, rótin af kvíðanum var að miklu leyti að hún átti erfitt með að einbeita sér og halda athygli.“

Fékk loksins rétta greiningu en sjúkratryggingar höfnuðu beiðni

Síðastliðið vor fór Guðbjörg í enn annað greiningarferlið hjá skólasálfræðingi þar sem dóttir hennar fékk loksins rétta greiningu.

„Athyglisbrestur og mikill kvíði, svart á hvítu. Það var mikill léttir og þetta þýddi að loksins ætti hún að fá einhverja meðferð við sínum vandamálum. Sumarið leið og skólinn byrjaði aftur og ég pantaði aftur tíma hjá lækni til að ræða lyfjagjöf. Kennarinn hafði hringt strax fyrstu vikuna og sagði að það gengi mjög illa, hún væri ekki að vinna nóg í tímum og neitaði að taka þátt í verkefnum sem kröfðust einbeitingu.“

Guðbjörg fékk loksins skrifað upp á lyf fyrir dóttur sína og taldi hún sig vera komin með lausnina.

„Sjúkratryggingar hafna svo beiðni læknisins um lyfin, því aðeins „sérfræðingar” megi skrifa upp á það.“

Passar ekki í kassann sem samfélagið vill setja hana í

Í dag ellefu dögum síðar gat Guðbjörg loksins leyst út lyf fyrir dóttur sína og vonar hún að með þeim muni hlutirnir verða betri.

„Hún brotnar reglulega niður, segist alltaf gleyma að taka heimavinnuna heim, og að kennarinn hafi skammað hana fyrir það og sagt henni að vera ekki með neinar afsakanir. Hún segir að krakkarnir gerði grín af henni fyrir að vera gleymin og fyrir að hafa grátið í skólanum. Ég á erfitt með að lýsa því, hvernig tilfinning það er að vera móðir, sem horfir á barnið sitt þjást og finnst ég ekkert geta gert til að hjálpa henni, máttlaus, að synda á móti straumnum. Dóttir mín er afar hæfileikarík. Hún hefur mikla sköpunargleði, með hausinn fullan af alls konar hugmyndum sem engum öðrum gæti dottið í hug, hún teiknar rosalega fallegar myndir þar sem mikið er lagt í hvert smáatriði, hún dansar af innlifun og spilar á píanó og þar nýtur hún sín best. En það er ekki nóg, því hún passar ekki í kassann sem skólinn og samfélagið vilja setja hana í.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.