fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Svona hagar þú þér ekki á Tinder – Afsakanir sem íslenskir framhjáhaldarar

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 23. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder hefur aldeilis valdið straumhvörfum í lífi einhleypra og annarra leitandi aðila. Stefnumótaforritið fræga virkar þannig að notandi velur sér landfræðilegan radíus, hleður inn nokkrum myndum af sjálfum sér og ef til vill nokkrum setningum sem gefa áhugamál og ásetning til kynna. Svo er sett í gang og þá birtast tengdir einstaklingar, innan landfræðilegu markanna og notandi getur þá lýst áhuga með því að sópa myndinni til hægri, eða lýst frati með því að sópa til vinstri. Ef báðir sópa til hægri geta samskipti og samningaviðræður hafist.

Í útlöndum er ekkert að marka
Tinder hefur samt djöfullegt aðdráttarafl fyrir fleiri en einhleypa, enda hafa margir, sem lofað hafa einkvænistrúnaði, verið gómaðir þar glóðvolgir. Vinur minn sem lifað hefur nokkur ár í einhliða opnu sambandi er til dæmis vanur að hlaða niður forritinu um leið og hann stígur á erlenda grund og eyða því jafnharðan áður en heim er snúið. Einhverju sinni var hann svo framlár af drykkju kvöldið áður, að hann gleymdi sér og eyddi forritinu ekki fyrr en miðja vegu milli Keflavíkur og Reykjavíkur – það var of seint. Vinkona eiginkonunnar, annáluð Tinderlögga, gómaði hann, tók skjáskot og sendi til sönnunar. Þetta varð upphafið að skilnaðarferli sem enn stendur yfir, því samningur sambandsaðila hljóðaði upp á einkvæni og ekkert annað.

Hva ertu ekki í opnu sambandi?
Þegar ég sé karlmenn, sem ég veit að eru lofaðir, á Tinder, geri ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þeir séu í tvíhliða opnum samböndum og séu þar inni með fullri vitund makans. Reynslan hefur þó kennt mér að oftar eru þeir bara fífl sem eru að brjóta samninga í stað þess að ræða málin fyrst við makann og finna lausn sem leyfir áframhaldandi samband (eða skilnað) svo allir gangi sáttir frá borði. Skilnaður án dramatískra viðburða í aðdragandanum er nefnilega dálítið mikið sniðugri kostur.

Plís hættiði að birta brúðarmyndir
Fyndast er þó þegar þessir náungar átta sig ekki á því að ef þú skráir þig á Tinder með facebook upplýsingunum sínum pikkar forritið sjálfkrafa upp prófílmyndirnar þínar. Þetta gerir það að verkum að brúðkaupsmyndir, kelerísmyndir og myndir af mönnum með nýfædd börn í örmum sér slæðast reglulega inn. Ef verið er að laumast, er nú lágmark að huga að þessu!

Ég veit um allnokkra karlmenn sem hafa verið gómaðir á Tinder – en bara eina konu. Þær eru kannski bara klókari í feluleiknum. Afsakanirnar sem þeir koma með eru nú þegar orðnar að klisjum sem heyrast aftur og aftur. Hér eru þær sjö algengustu:

  1. Ég var bara að prófa með strákunum í vinnunni. Þetta var bara djók og svo gleymdi ég að eyða appinu aftur. (8 mánuðum síðar)
  2. Það hefur einhver stolið prófílmyndunum mínum af facebook og skráð mig á Tinder og Einkamál og OKCupid… Þetta er tölvuglæpur!
  3. Ég er áhugamaður um tækni og var bara að spá í lógaritmann á bak við þetta app.
  4. Ó, erum við ekki í opnu sambandi?
  5. Ég hélt að þetta væri uppskriftaapp og ætlaði að leita að sous-vide uppskrift.
  6. Gunni vinur minn er viss um að kærastan hans sé að halda framhjá – ég ætlaði að gera góðverk og góma hana á Tinder.
  7. Hvað er Tinder?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.