fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Hann langar í trekant – Jóna er ekkert sérstaklega spennt!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 23. september 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar að leita til þín vegna pælinga um „3some“ sem ég hef verið að stunda með manni mínum. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum með auka karlmanni og ég hef haft nokkuð gaman af. Ég hef samt ekki fengið fullnægingu með neinum af þessum gestaleikurum í kynlífi okkar. Nú er minn maður alveg óður í að fá aðra konu til að leika við okkur. Málið er bara að ég er ekkert spennt fyrir konum og langar ekkert að gera það. Hvað á ég að gera? Er ég algjörlega geld og hundleiðinleg ef ég læt þetta ekki eftir honum? Ég veit um ýmislegt sem er í gangi í kynlífi vinkvenna minna, sumt finnst mér spennandi en annað ekki. Þetta finnst mér akkúrat ekkert spennandi. Er ég verri manneskja ef ég segi bara nei? Mér finnst rétt að setja einhver mörk – en ég vil líka vera góð við manninn minn.

Með von um svar.
Góðar kveðjur,
Jóna

Hæ Jóna

Ég get eiginlega ekki svarað spurningunni þinni með afgerandi hætti – hins vegar get ég gefið þér eitthvað til að hugsa um sem kannski hjálpar þér að taka ákvörðun.

Almennt séð gildir það í kynlífi að við eigum að setja mörk og forðast að gera hluti sem eru okkur á móti skapi. Lífið er hins vegar ekki svarthvítt því það er líka góð latína að hlusta á þarfir mótaðilans og sýna ákveðinn sveigjanleika í því sem sett er á dagskrá. Sumir hlutir eru þess eðlis að þeir hreinlega slökkva á kynlöngun en aðrir hlutir lenda á gráu svæði – kveikja kannski ekkert sérstaklega í okkur, en eru samt ekki fráhrindandi. Kynlíf er alltaf einhvers konar málamiðlun því það er sjaldan sem gjörsamlega allt passar saman. Þú færð eitthvað út úr því að stunda kynlíf með karlkyns gestaleikurum og nú er karlinn spenntur fyrir því að hafa konu með í bólinu. Mér finnst eiginlega að þú ættir að spá í að prófa – það er ekkert sem segir að þú þurfir að kafa ofan í kynfæri konunnar – karlinn þinn getur séð um það. Kannski finnst honum spennandi að þú horfir á hann hamra aðra konu. Ef þetta hljómar ekki skelfilega gætir þú prófað að slá til. Annar möguleiki væri að fá annað par til liðs við ykkur. Það mundi kannski gefa þessu nýja vídd. Ef þetta hljómar hörmulega þarftu að setja mörk og neita honum um bónina.

Ræddu málið við manninn þinn – ég er handviss um að þið finnið á þessu góða lausn sem allir geta sætt sig við.
Bestu kveðjur,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.