fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Breytti bólunum í stjörnur: „Þetta er það sem ég er að berjast við en ég er samt falleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 22. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsvirðing og sjálfsást hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Þar er hvatt fólk til þess að elska og virða líkama sinn nákvæmlega eins og hann er.

Förðunarfræðingurinn og vídjó-bloggarinn Rocio Cervantes setti á dögunum mynd inn á Instagram reikning sinn þar sem hún farðaði andlit sitt en skildi ör og bólur eftir og gerði úr þeim stjörnur.

Í staðin fyrir að farða yfir bólurnar og örin og láta sem þau séu ekki þar, þá lét Rocio þær standa út og vera áberandi.

Eins og mörg okkar hefur Rocio ekki alltaf verið ánægð með húðina sína.

„Reynsla mín af bólum hefur hreint út sagt verið erfið. Sérstaklega þegar fólk hefur verið að skrifa á netinu um húðina mína, það hefur oft náð til mín,“ segir Rocio í viðtali við Metro.

„En undanfarin ár hef ég lært að vera opin og einlæg um baráttu mína við bólur og með því hjálpa öðrum að fá sjálfstraust.“

Með því að breyta bólum sínum í stjörnur vildi Rocio sýna fólki að það að hafa slæma húð þýði ekki að þú sért ekki falleg.

„Þetta var mín eigin leið til þess að útskýra að þetta væri það sem ég væri að berjast við en ég er samt falleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.