fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Valkyrja Sandra vill ekki kyngera ofbeldi: „Konur áreita alveg jafn mikið og karlmenn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valkyrja Sandra segist ekki vera týpan sem berst í hljóði og hefur hún í töluverðan tíma velt því fyrir sér að opna sig um ákveðið málefni sem hún veit að mun snerta marga og líklega fara fyrir brjóstið á mörgum.

„Ég hef verið með þessa færslu í deiglunni í töluverðan tíma því ég veit að hún mun snerta marga. En vitið þið hvað? Mér er alveg sama. Ég er ekki týpan sem berst í hljóði. Aldrei,“ segir Valkyrja í einlægri færslu sinni á síðunni Mæður.

Konur áreita jafn mikið og karlmenn

„Ég sé alls staðar þessa dagana talað um karlmenn sem beita ofbeldi. Af hverju að kyngera ofbeldi? Konur áreita líka, konur brjóta líka af sér, konur áreita alveg jafn mikið og karlmenn EN karlmenn þegja oftar en konur. Það eitt og sér er staðreynd sem þarf að viðurkenna.“

Undanfarið hefur Valkyrja fylgst vel með reikningum „fávitar“ á Instagram sem fjallar um vafasöm skilaboð sem konur fá send frá karlmönnum.

„Það var ekki fyrr en nýlega sem það fóru að koma inn eitt og eitt skilaboð frá konum til karlmanna. Af hverju er þetta svona? Konur eru líka fávitar.“

Koma aftan að honum og klípa hann í rassinn

Valkyrja veltir þessum spurningum fyrir sér og segist geta komið með gott dæmi um það að konur geti einnig verið fávitar.

„Okkur manninum mínum finnst mjög gaman að fara niður í bæ einstaka helgi og dansa með vinum okkar, ég meina hverjum finnst ekki gaman að dansa? Ég get sagt ykkur það að í hvert einasta skipti er maðurinn minn áreittur. Hvað er að? Þær koma aftan að honum, klípa hann í rassinn, strjúka honum miðsvæðis, reyna að kyssa hann og ég gæti ansi lengi talið. Við erum að tala um konur á öllum aldri. Svo þegar hann bendir á mig og segist vera giftur mér, þá æsast þær bara enn meira.“

Segist Valkyrja fá spurningar á borð við: „Ertu afbrýðisöm? Má maðurinn þinn ekki tala við aðrar konur en þig?“ En að þetta málefni hafi ekkert með hana að gera.

„Þetta hefur ekkert með mig að gera, heldur hann sem manneskju. Kynferðisleg áreitni hefur ekkert með kyn að gera. Ef eitthvað er þá eru konur kræfar hvað þetta varðar! Hvað segir það okkur? Mér finnst ótrúlega sérstakt að leyfa sér að labba bara að næstu manneskju sem þú þekkir ekki neitt og haga sér svona. Oftar en ekki hefur þurft dyraverði til þess að losna við þessar konur, það er alveg magnaður andskoti.“

Hvð gerist ef kona reynir við mann og hann hrindir henni

Með þessum orðum segist Valkyrja þó ekki vera að gera lítið úr því að karlmenn skuli áreita.

„Ég er ekki að segja að karlmenn áreiti ekki, ég lendi alveg í þessu niðri í bæ, úti í búð og í skilaboðum. En ég vil samt ekki meina að þetta sé bara eitthvað sem karlmenn gera. Við sjáum það bara oftar. Það er líka annað sem má horfa í, í þessu samhengi. Tökum dæmi: Karlmaður reynir við konu í miðbænum, hún snappar, slær hann og hrindir honum. Snúum þessu við. Hvað myndi gerast ef kona reynir við mann og hann myndi hrinda henni og slá hana? Það þarf ekkert að ræða það, því við vitum það. Konur beita líka ofbeldi.“

Fyrir stuttu síðan hóf Valkyrja einnig að fylgjast með öðrum Instagram reikningi sem ber nafnið „Karlmennskan“.

„Tilgangur hennar er að frelsa karlmenn undna álögum karlmennskunnar og styðja við feminíska jafnréttisbaráttu með umræðu, fræðslu og viðburðum. Ég meina hversu frábært? Er það ekki nákvæmlega það sem við þurfum? Í nútíma samfélagi þar sem staðalímyndir ráða ríkjum er karlmönnum kennt að gráta ekki, kvarta ekki og bara hreinlega ekki að vera aumingjar. Ég get alveg lofað ykkur því að þannig mun ég ekki ala syni mína upp. Guð minn almáttugur. Getum við ekki bara verið jöfn? Við erum öll bara manneskjur.“

Karlmenn þegja til þess að vera ekki aumingjar

Þegar talað er um kynferðislega áreitni í samfélaginu í dag segist Valkyrja alltaf heyra meira um það að karlmenn séu að áreita konur en ekki öfugt.

„Við vitum alveg af hverju, er það ekki? Það er vegna þess að karlmenn sem lenda í áreitni burðast með það inni í sér, leyfa sálinni sinni að kremjast meira og meira með degi hverjum bara til þess eins að „vera ekki aumingi“, stopp núna. Hættum að kyngera ofbeldi, hættum að setja karlmennsku í einhver hlutverk fyrir gerendur, hættum þessu. Það eina sem mun einhvern tímann virka til þess að ná árangri hvað þetta varðar er fræðsla og meiri fræðsla. Fræðum börnin okkar, fræðum foreldra okkar, fræðum vini okkar, fræðumst sjálf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.