fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Öll fjölskyldan hætti að nota klósettpappír í janúar: „Maðurinn minn var óviss í byrjun en eftir nokkra daga þá ákvað hann að prófa þetta líka“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er miklu þægilegra að nota klútana heldur en klósett pappír, manni líður mikið hreinni. Þetta er svolítið eins og að nota blautþurrkur nema þér líður ekki eins og þú sért að skemma umhverfið.“

Segir hjúkrunarfræðingurinn Daisy May Taylor í viðtali við Metro.

Hættu að nota klósettpappír í janúar á þessu ári

Daisy tók þá ákvörðun að nota klúta sem hægt er að þvo, einskonar þvottapoka, til þess að skeina Elizu dóttur sinni. Fljótlega áttaði hún sig á því að hún og maðurinn hennar Warren gætu alveg notað klútana líka og í janúar á þessu ári hætti parið að nota klósettpappír.

„Að endurnýta klútana eftir að við förum á klósettið virkar vel fyrir okkar lífsstíl og það dregur úr því sem við erum að henda eða sturta niður í klósettið.“

Daisy segir ekkert mál fyrir fjölskylduna að þrífa klútana eftir notkun þar sem þau þvo hvort eð er alltaf bleyjurnar hennar Elizu sem eru einnig fjölnota. Á hverjum degi þvo þau klútana í þvottavélinni og fylla á inni á klósetti. Fyrir notkun bleytir parið klútana og eftir notkun setja þau þá í lokaða körfu inni á klósetti ásamt nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu til þess að losna við lykt.

Veit ekki hvort hún myndi vilja þrífa klúta eftir gesti sína

„Ég fattaði að ég var hvort eð er að þrífa klútana fyrir Elizu og að kannski gæti ég bara notað þá líka. Svo ég byrjaði að nota þá í janúar. Maðurinn minn var óviss í byrjun en eftir nokkra daga þá ákvað hann að prófa þetta líka.“

Daisy gerir sér grein fyrir því að þessi aðferð henti ekki öllum en segir hún hana virka vel fyrir þau. Fjölskyldan á þó alltaf endurunninn klósettpappír á heimilinu fyrir gesti þar sem hún gerir sér grein fyrir því að ekki hverjum sem er myndi finnast þægilegt að nota klútana.

„Einn af vinum mínum hefur meira að segja byrjað að gera þetta líka. Sumt fólk segist aldrei geta gert þetta og það er alveg í lagi, ég skil að þetta er ekki fyrir alla en þetta virkar fyrir okkur. Það er alltaf til klósettpappír á heimilinu og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki alveg hvernig mér myndi líða með það að þvo klúta frá mismunandi fólki. Mér finnst í lagi að þvo þá sem fjölskylda mín notar en ég er ekki viss um að ég myndi vilja þvo þá sem gestirnir okkar myndu nota.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.