fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan á heimili Maríu Gróu Pétursdóttur breyttist á örskotsstundu þegar hún fékk þær fréttir á dögunum að Aron, þriggja mánaða gamall sonur hennar, var kominn með kíghósta.

María Gróa Pétursdóttir biður foreldra að bólusetja börnin sín

„Við vorum undir eftirliti í dag uppi á Barnaspítala í einangrun og fylgst var með súrefnismettun hans og hjartslætti,“ segir María í samtali við Bleikt.

Sonur Maríu kastaði upp allri mjólk

 „Undanfarna daga hefur Aron verið með kvef og nefrennsli sem ég hafði ekki miklar áhyggjur af. Við Anton fórum samt sem áður og létum kíkja á hann og ekkert fannst. Samt var tekið strok úr nefinu. Síðan fer hóstinn hans að versna og hann á erfitt með að losa um slím og hóstar mikið upp úr svefni. Hann fer að kasta upp allri mjólkinni eftir gjafir með tilheyrandi hósti og kúgast mikið.“

Í ljósi umræðna undanfarna daga og vikur um bólusetningu barna ákvað María að hún yrði að tjá sig um alvarleg veikindi sonar síns.

„Ég get ekki skilið þær ástæður af hverju foreldrar bólusetja ekki börnin sín. Hvað fær fólk til þess að ákveða það að það sé barninu ekki fyrir bestu að fá mótefni fyrir mörgum lífshættulegum sjúkdómum? Okkur Antoni leyst ekki á hóstann í Aroni og við ákváðum að fara aftur með hann til læknis. Ekkert fannst í lungum hans né neitt. Síðan fékk ég hringingu frá Barnaspítalanum um að niðurstöður úr strokunni væru komnar. Barnið er með KÍGHÓSTA þriggja mánaða gamall.“

Smitaðist tveimur dögum eftir bólusetningu

Sonur Maríu fékk bólusetningu fyrir kíghósta þann 11. september síðastliðinn og tveimur dögum síðar var hann kominn með kvef.

„Hvar hann nældi sér í þetta skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að einhvers staðar var einstaklingur sem ekki hefur verið bólusettur og þar af leiðandi hefur smit komist í barnið mitt.“

María segir í samtali við blaðakonu að verstu hóstaköst Arons séu á kvöldin og næturnar.

„Ég hef þurft að taka hann upp úr vöggunni og snúa honum á magann til þess að hjálpa honum að hósta þar sem varirnar á honum hafa blánað. Við erum heima með hann þar sem súrefnismettunin kom vel út og sýklalyfið sem hann fékk er farið að virka. Hann er allur að koma til og er farinn að geta haldið mjólkinni niðri.“

María biðlar til fólks um að láta bólusetja börnin sín ásamt því að fá sér sjálf auka bólusetningu á tíu ára fresti til þess að koma í veg fyrir smit af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling