fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan fékk Sara Dís Gunnarsdóttir þær erfiðu fréttir að faðir hennar hefði fengið hjartaáfall og látist. Einungis þremur mánuðum áður missti hún systur sína, Ester Evu úr krabbameini. Sara Dís minnist föður síns í einlægu bréfi sem hún skrifaði til hans í gær, þegar það var nákvæmlega ár síðan hann lést.

„Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata. Á þessum degi fyrir akkúrat ári síðan fékk ég þær fréttir að þú hefðir fengið hjartaáfall og dáið. Ég fékk ekki að kveðja þig, ekki að segja þér hvað ég elskaði þig mikið, ekki að knúsa þig og ég gat ekki sagt þér að þú værir besti pabbi og vinur minn í öllum heiminum,“ segir Sara Dís í bréfinu til föður síns sem hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta.

Trúði því ekki að faðir sinn væri látinn

„Þessi dagur var í svo mikilli móðu og ég trúði þessu ekki. Ég var viss um að þetta hafi bara verið bull. Síðan fékk ég að sjá þig upp á spítala og þá leið mér bara eins og þú værir sofandi og ég var viss um það.“

Sara Dís segir árið sem faðir hennar og systir létust vera það erfiðasta sem sem hún hafi upplifað.

„Árið byrjaði á því að við fórum saman til Boston að hitta hina stelpuna þína, hana Ester Evu því hún var svo veik. Þú stóðst svo mikið við bakið á mér þarna úti og gerðir allt fyrir Ester Evu til þess að hvetja hana áfram að berjast við krabbameinið sitt. Síðan gafst fallegi líkaminn hennar upp og við misstum hana frá okkur. Eftir missinn einblíndirðu bara á það að láta mér líða vel og að sýna mér hversu mikils virði ég væri fyrir þig og hversu mikið þú elskaðir mig.“

Fær aldrei svör við erfiðum spurningum

Síðasti dagurinn sem Sara Dís eyddi með föður sínum var á afmælisdag Ester Evu, þann 13. september.

„Við fórum út í garð til hennar saman, fórum í Krabbameinsfélagið til þess að styrkja ungt fólk sem er að berjast við krabbamein, ég kenndi þér að dansa, við fórum út að borða og nutum dagsins í botn. Síðan þremur dögum seinna þá missi ég þig. Aðeins þremur mánuðum eftir að þú misstir hina dóttur þína og ég systir mína. Lífið gæti ekki verið ósanngjarnara og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju ég? Hvað hef ég gert til þess að verðskulda þetta? Af hverju þið? Eitt það besta og góðhjartaðasta fólk í öllum heiminum. Þetta eru spurningar sem ég mun aldrei fá svar við. En ég veit fyrir víst að ég var óendanlega heppin að hafa haft ykkur í lífi mínu í tuttugu ár. Það er það sem skiptir máli ásamt góðu minningunum sem við sköpuðum saman. Ég elska þig elsku fallegi pabbi minn og ég get ekki beðið eftir því að fá að hitta þig hinu megin og knúsa þig á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“