fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Laufey valdi að hlífa fólkinu sínu: „Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við allt“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig langar þér að líða? Við könnumst öll við tilfinningar eins og sorg, gremju, ótta eða sektarkennd. Þetta eru eðlilegar tilfinningar eins og allar tilfinningar eru. En ef þær eru viðvarandi geta þær hamlað okkur í vexti og haldið aftur af okkur í að vera sú manneskja sem við höfum burði til að verða.

Við eigum nóg af lýsingarorðum yfir slæmar tilfinningar en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara ónotatilfinning sem býr innra með manni og stundum skiljum við ekki af hverju okkur líður svona.

Okkur er eðlislægt að spá ekkert frekar í því og reyna bara að þrauka komandi dag eða vikur. Það er auðvelt að týnast á þessum hraða sem er í samfélaginu okkar. Við gefum okkur of sjaldan tíma til að staldra við og finna hvar ástríðan okkar liggur, fyrir hvað við stöndum og hvað okkur finnst mikilvægast í okkar lífi.

Valdi að hlífa fólkinu sínu fyrir vanlíðan sinni

Ég hef gengið í gegnum mis björt tímabil í lífinu en hef samt alltaf reynt að láta það ekki hafa áhrif á fólkið mitt og vini. Ég valdi að hlífa þeim frá mínum ónotum og bar þessa vondu tilfinningu innra með mér hvert sem ég fór þar til ég fékk nóg. Þarna var ekki gott að vera og ég var komin á þau tímamót að ég fann svo sterkt innra með mér að ég vildi meiri gæði í líf mitt. Málið var að gæðin sem ég var að leitast eftir voru innri gæði gagnvart sjálfri mér.

Stundum geymum við einhverja reiði eða gremju tilfinningu gagnvart einhverjum og viðkomandi veit ekki einu sinni af því, eða er löngu búin að gleyma því. Gremjan hefur bara áhrif á þinn veruleika.

Innst inni vissi ég nákvæmlega hvernig ég vildi hafa þetta og hvernig líf mitt ætti að verða þegar ég yrði „stór“. Ég hef alltaf haft metnað, mögulega of mikinn metnað gagnvart sjálfri mér eins og svo margir held ég. Ég hef alltaf verið alger „do-er“ og hef gert mjög marga flotta hluti og gert þá vel. En þegar þessi ónotatilfinning er innra með manni þá nær maður ekki að njóta þess sem maður er búin að gera og afreka í lífinu. Maður trúir ekki einu sinni þeim hrósum sem maður fær og þeim fallegu orðum sem eru sögð við mann.

Gott að staldra við og spyrja sig spurninga

Þessi lærdómur hefur gefið mér margt og hvet ég þig að staldra aðeins við og spyrja þig nokkurra spurninga, persónulega finnst mér best að loka augunum og útiloka alveg umhverfið. Þú finnur þína leið.

  • Hvernig líður þér akkúrat núna?
  • Finnurðu fyrir einhverri tilfinningu?
  • Er hún góð eða slæm?
  • Af hverju?
  • Hvernig langar þig að líða akkúrat núna?

Flest okkar þekkja þær tilfinningar að líða vel, við erum svo heppinn að eiga þær í tilfinningabankanum. Hvað varstu að gera þegar þér leið svona vel? Varstu að afreka eitthvað? Bárust þér góðar fréttir eða var einhver draumur að rætast?

Það getur hafa verið svo margt. Prófaðu að máta þessar tilfinningar með bros á vör og sjá það góða í öllu og öllum í kringum þig.

Flestir eiga fortíð sem inniheldur ónotatilfinningar

Þegar ég átti mín hugarfarslegu kaflaskil fór ég í mikla innri vinnu og fann það jákvæða í öllu því sem ég hef lent í, bæði í því góða og því slæma sem ég fann að hafði haft áhrif á mig alla mína ævi á einhvern hátt. Hvort sem það var reiði út í ákveðnar persónur sem brutu á mér á einn eða annan hátt, óþægileg leyndarmál sem engum mátti segja eða eitthvað sem kom upp á sem ég skammaðist mín fyrir svo fátt eitt sé nefnt.

Allflest eigum við það sameiginlegt að eiga fortíð sem inniheldur einhverjar ónotatilfinningar sem hafa neikvæð áhrif á okkar tilveru.

Þess vegna skiptir svo miklu máli að kryfja sjálfan sig, vera heiðarleg/ur og skoða líðan sína, það gerir það enginn fyrir okkur. Það er áhrifaríkt að uppgötva hvað sumir hlutir, jafnvel litlir hlutir, geta haft mikil og mótandi áhrif á okkur þegar til lengri tíma er litið.

Ef þessi slæma tilfinning getur haft svo mikil áhrif á komandi framtíð, hvernig hljómar það að breyta tilfinningunni gagnvart þessum atburði og finna leið til þess að fyrirgefa þér eða öðrum og finna eitthvað, bara eitthvað jákvætt við hvernig þessi atburður gerði þig að sterkari eða betri manneskju.

Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt – Ekki gefast upp

Ég veit það getur verið erfitt stundum og sérstaklega í fyrsta skipti þegar maður fer í svona innra uppgjör. En það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við allt. Ekki gefast upp! Ef þú finnur ekki eitthvað strax skaltu reyna aftur og halda þig við tilganginn.

Þetta er bara fyrir þig, svo að þér líði betur og farir með góða tilfinningu inn í framtíðina.

Allt sem ég hef gert eða lent í gerði mig nákvæmlega að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég er rosalega þakklát fyrir þennan lífs lærdóm sem ég hef fengið að upplifa. Að sama skapi hefur allt sem þú hefur gengið í gegnum gert þig að þeirri frábæru manneskju sem þú ert í dag.

Það er svo einstaklega dýrmætt að fá að upplifa innri þakklæti gagnvart öllu og finna kraftinn sem býr innra með okkur og getur fleytt okkur á þann stað sem við viljum vera á.

Fyrirgefning hjálpar þér að horfa fram á við

Það magnaðasta við þetta allt saman er að þegar þú nærð frá þínum hjartarótum að fyrirgefa og sættast við fortíðina, sama hver hún er og finna allt það sem þú ert þakklát/ur fyrir þá verður svo miklu auðveldara að horfa fram á við og fara um borð í bátinn sem siglir með straumnum í áttina að draumnum.

Þú veist að götóttur bátur siglir hægar og getur jafnvel sokkið. Hvernig hljómar sú hugmynd að hlúa betur að bátnum áður en þú leggur af stað.

Góða ferð!

Greinin er skrifuð af Laufeyju Haraldsdóttur, ACC markþjálfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.