fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Var rekinn úr X-Factor en sneri aftur ári seinna – Fékk hjálp úr óvæntri átt – Sjáðu atriðið sem grætti dómara og áhorfendur

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári tók Anthony Russell þátt í X – Factor og voru dómararnir mjög hrifnir af honum og kusu hann áfram. Russell var þó rekin úr þáttunum stuttu síðar þar sem hann var tekinn við að nota eiturlyf til þess að koma sér í gegnum prufurnar.

Louis Tomlinson, dómari í þáttunum í ár og hljómsveitarmeðlimur í One Direction, hafði samband við Russell eftir að hann var rekinn úr þáttunum þar sem hann hafði trú á honum og vildi hjálpa honum að komast yfir fíknivanda sinn.

Það var því magnað andrúmsloftið þegar Russell mætti aftur upp á svið á dögunum og söng lagið „Wake me up“ með Aviici. Simon Cowell útskýrði fyrir áhorfendum hver tengingin á milli þeirra tveggja var og mátti sjá salinn fyllast af tárum.

„Louis hjálpaði Anthony með þá hjálp sem hann þurfti. Þegar þeir urðu vinir þá var ekki búið að ákveða að Louis yrði dómari í þáttunum, né var vitað að Anthony myndi taka þátt aftur,“ sagði Simon.

Eftir að Russell hafði lokið við að syngja lagið sem hann tileinkaði Louis áttu þeir báðir erfitt með að halda andliti og hljóp Louis upp á svið til þess að faðma vin sinn.

Robbie Williams, sem einnig er dómari í þáttunum hrósaði Russell fyrir að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem hann hefur gengið í gegnum og að mæta aftur til þess að berjast.

Russell komst að lokum áfram og gáfu allir dómararnir honum já.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.