fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Lilja var hrædd um að vera dæmd af þessari mynd

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Ingibjargardóttir

Lilja Ingibjargardóttir hefur að eigin sögn alltaf verið með brenglaða líkams- og sjálfsímynd. Þegar hún var átján ára gömul hóf hún störf sem fyrirsæta sem tók mikinn toll af andlegu hlið hennar.

„Mér hefur fundist ég feit, ekki nógu falleg eða flott. Fundist lærin vera of feit, ekki með nógu mikla magavöðva, hendurnar feitar, með bauga og þar fram eftir götunum,“ segir Lilja í samtali við Bleikt.

Lilja hefur verið í fyrirsætubransanum í tólf ár með tveggja ára pásu til þess að ljúka námi.

„Ég hef verið í þessum bransa bæði hér heima og erlendis og tók hann sinn toll andlega. Maður var aldrei nógu góður, leit aldrei nógu fullkomlega út og það var alltaf eitthvað sem þurfti að laga. Ofan á það hef ég lent í slæmum áföllum í lífinu og ég var bara komin á stað þar sem ég gat virkilega ekki séð eða fundið neitt jákvætt í fari mínu. Í hvert skipti sem ég leit í spegil þá sá ég bara ljótan fituklump en ef ég skoða myndir frá þessu tímabili núna þá get ég talið rifbeinin.“

Fyrir fimm árum síðan fór Lilja í myndatöku hjá ljósmyndaranum Arnoldi Björnssyni fyrir tímarit sem gefið var út í Noregi.

Myndin sem Lilja gagnrýndi sjálfa sig fyrir – Mynd: Arnold Björnsson

„Á þessum tíma var Instagram og Snapchat ekki eins vinsælt til þess að koma sínum skoðunum á framfæri né var verið að fagna sínu náttúrulega útliti eða hver maður í raun er í tísku. Myndina setti ég á Facebook en ákvað svo að taka hana út aftur. Þegar ég horfði á hana fannst mér rassinn á mér vera feitur og ljótur og mér fannst þetta of ögrandi mynd og var hrædd um að ég yrði dæmd fyrir hana.“

Lilja rakst aftur á myndina á dögunum og ákvað hún þá að setja hana aftur á netið.

„Í dag er ég búin að vinna mikið í sjálfri mér og er búin að sætta mig við hver ég er. Ég stari ekki á mig í spegli til þess að dæma líkama minn né vigta mig til þess að sjá hversu mörg kíló ég er búin að missa. Í fyrsta skiptið í langan tíma hugsa ég jákvæðar hugsanir til mín og stressa mig ekki ef ég fer ekki í ræktina á hverjum degi, hvað þá tvisvar til þrisvar á dag eins og ég gerði áður. Líkamsvirðing og náungakærleikur er kominn á svo mikið hærra plan en þegar ég var sem mest að sitja fyrir. Þá gat maður ekki tekið upp símann og haft beint vídjó eða skriflegt samband við fylgjendur sína. Myndir sem þessi eru daglegt brauð á samfélagsmiðlun í dag og ég ákvað að því að deila minni með mun meira sjálfsöryggi en áður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.