fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. september 2018 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Göngugrindur fyrir börn hafa verið notaðar í mörg ár. Tilgangur þeirra er að gefa börnunum tækifæri til þess að komast gangandi á milli staða áður en þau eru búin að læra að ganga sjálf. Nú hefur yfirmaður slysavarna hjá samtökum bandarískra barnalækna varað við notkun göngugrinda.

Segir hann göngugrindur vera „í eðli sínu hættulegir hlutir sem hafa engan ávinning af neinu tagi,“ við NPR og telur hann að þær ættu að vera bannaðar. Dr. Benjamin Hoffmann greinir frá því að nýlega hafi verið sett af stað verkefni í þeim tilgangi að stöðva framleiðslu og sölu á göngugrindum í Bandaríkjunum. Verkefnið er stutt af nýrri rannsókn sem birt var á mánudaginn í tímariti barnalækna. Rannsóknin leiddi í ljós að frá árunum 1990 til 2014 hafi yfir 230.000 börn komið á bráðamóttöku eftir slys sem átti sér stað þegar þau voru í göngugrind. Yfir 90% meiðsla voru á höfði og hálsi barnanna.

Ástæðan fyrir því að göngugrindur eru taldar vera hættulegar fyrir börn er sú að börnin geta farið of hratt þegar þau eru í þeim. Það getur leitt til þess að börnin komi sér í hættulegar aðstæður áður en að fullorðin einstaklingur nái að stöðva þau. Sem dæmi nefna þeir að börn geti fallið niður tröppur, brennt sig illa með því að draga yfir sig potta af eldavél og fleira. Þrátt fyrir að meiðsli barna hafa farið minnkandi undanfarin ár þá eru þúsundir barna sem lenda í slysi vegna göngugrinda á ári hverju. Telja þeir sem framkvæmdu rannsóknina því mikilvægt að stöðva notkun göngugrinda til að koma í veg fyrir frekari áhættu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.