fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. september 2018 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Göngugrindur fyrir börn hafa verið notaðar í mörg ár. Tilgangur þeirra er að gefa börnunum tækifæri til þess að komast gangandi á milli staða áður en þau eru búin að læra að ganga sjálf. Nú hefur yfirmaður slysavarna hjá samtökum bandarískra barnalækna varað við notkun göngugrinda.

Segir hann göngugrindur vera „í eðli sínu hættulegir hlutir sem hafa engan ávinning af neinu tagi,“ við NPR og telur hann að þær ættu að vera bannaðar. Dr. Benjamin Hoffmann greinir frá því að nýlega hafi verið sett af stað verkefni í þeim tilgangi að stöðva framleiðslu og sölu á göngugrindum í Bandaríkjunum. Verkefnið er stutt af nýrri rannsókn sem birt var á mánudaginn í tímariti barnalækna. Rannsóknin leiddi í ljós að frá árunum 1990 til 2014 hafi yfir 230.000 börn komið á bráðamóttöku eftir slys sem átti sér stað þegar þau voru í göngugrind. Yfir 90% meiðsla voru á höfði og hálsi barnanna.

Ástæðan fyrir því að göngugrindur eru taldar vera hættulegar fyrir börn er sú að börnin geta farið of hratt þegar þau eru í þeim. Það getur leitt til þess að börnin komi sér í hættulegar aðstæður áður en að fullorðin einstaklingur nái að stöðva þau. Sem dæmi nefna þeir að börn geti fallið niður tröppur, brennt sig illa með því að draga yfir sig potta af eldavél og fleira. Þrátt fyrir að meiðsli barna hafa farið minnkandi undanfarin ár þá eru þúsundir barna sem lenda í slysi vegna göngugrinda á ári hverju. Telja þeir sem framkvæmdu rannsóknina því mikilvægt að stöðva notkun göngugrinda til að koma í veg fyrir frekari áhættu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga