fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. september 2018 13:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það finnst flestum skemmtilegt að flokka sjálfan sig í ákveðinn hóp. Hvort ert þú kattarmanneskja eða hundamanneskja? Hvort drekkur þú Pepsi eða Coke? Hvítt súkkulaði eða dökkt?

Fólk tekur endalaus próf til þess að komast að því hvaða týpa þau eru. Það er því áhugavert að skoða þær átta týpur af geirvörtum sem Dr. Tsippora Shainhouse, barnalæknir og húðsjúkdómasérfræðingur, taldi upp á dögunum og Seventeen greindi frá. Þrátt fyrir að þessar átta týpur af geirvörtum séu til eru margir sem hafa samsetningu á tveimur eða fleirum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þær átta týpur af geirvörtum sem til eru. Hvaða týpu af geirvörtum ert þú með?

Framstæðar
  1. Framstæðar

Framstæðar geirvörtur eru þær sem standa nokkra millimetra út frá yfirborði brjóstsins og beinast út frá líkamanum. Þegar það er kalt eða ef örvun á sér stað verða geirvörturnar jafnvel harðari og meira áberandi.

Flatar
  1. Flatar

Þegar geirvörturnar eru í hvíldarstöðu (manneskjunni er ekki kalt eða að verða fyrir örvun) þá er geirvartan alveg flöt og blandast saman við restina af brjóstinu.

Puffy
  1. Puffy

Allt geirvörtusvæðið er eins og lítil útstandandi fjall ofan á brjóstinu. Ef geirvartan verður fyrir kulda eða örvun þá verður hún meira áberandi.

Innhverfar
  1. Innhverfar

Geirvartan dregst inn í brjóstið. Stundum er hægt að nota fingurna til þess að ýta henni út en það er ekki hægt í öllum tilfellum.

Ósamstæðar
  1. Ósamstæðar

Ein geirvartan er innhverf á meðan hin stendur út. Ef geirvörturnar þínar hafa alltaf verið svona þarft þú engar áhyggjur að hafa. Ef hins vegar þetta er þróun sem er nýleg þá gæti það verið merki um brjóstakrabbamein. Þá er tilefni til þess að kíkja til læknis strax.

Ójafnar
  1. Ójafnar

Hefur þú tekið eftir litlum blettum í kringum geirvörturnar sem líta út eins og litlar bólur. Ekki kreista þær! Þetta eru algerlega eðlilegir kirtlar sem allir hafa, þeir eru bara mis áberandi hjá fólki.

Hárugar
  1. Hárugar

Þetta eru týpurnar sem fullt af fólki upplifir en enginn virðist tala um. Hárugar geirvörtur. Allir eru með hársekki í kringum geirvörturnar en sumir fá hár í þá en aðrir ekki. Það er allt í lagi að plokka hárin af með plokkara, en ALLS EKKI raka þau af, það er mjög slæm hugmynd.

Auka geirvarta
  1. Auka geirvarta

Sumir fæðast með fleiri en tvær geirvörtur. Það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Því fleiri geirvörtur því skemmtilegra, ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum

Eik selur höllina: 230 fermetrar – 113 milljónir – Gufa í garðinum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Þú ættir klárlega að sofa nakin: Þetta eru ástæðurnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.