fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. september 2018 13:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það finnst flestum skemmtilegt að flokka sjálfan sig í ákveðinn hóp. Hvort ert þú kattarmanneskja eða hundamanneskja? Hvort drekkur þú Pepsi eða Coke? Hvítt súkkulaði eða dökkt?

Fólk tekur endalaus próf til þess að komast að því hvaða týpa þau eru. Það er því áhugavert að skoða þær átta týpur af geirvörtum sem Dr. Tsippora Shainhouse, barnalæknir og húðsjúkdómasérfræðingur, taldi upp á dögunum og Seventeen greindi frá. Þrátt fyrir að þessar átta týpur af geirvörtum séu til eru margir sem hafa samsetningu á tveimur eða fleirum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þær átta týpur af geirvörtum sem til eru. Hvaða týpu af geirvörtum ert þú með?

Framstæðar
  1. Framstæðar

Framstæðar geirvörtur eru þær sem standa nokkra millimetra út frá yfirborði brjóstsins og beinast út frá líkamanum. Þegar það er kalt eða ef örvun á sér stað verða geirvörturnar jafnvel harðari og meira áberandi.

Flatar
  1. Flatar

Þegar geirvörturnar eru í hvíldarstöðu (manneskjunni er ekki kalt eða að verða fyrir örvun) þá er geirvartan alveg flöt og blandast saman við restina af brjóstinu.

Puffy
  1. Puffy

Allt geirvörtusvæðið er eins og lítil útstandandi fjall ofan á brjóstinu. Ef geirvartan verður fyrir kulda eða örvun þá verður hún meira áberandi.

Innhverfar
  1. Innhverfar

Geirvartan dregst inn í brjóstið. Stundum er hægt að nota fingurna til þess að ýta henni út en það er ekki hægt í öllum tilfellum.

Ósamstæðar
  1. Ósamstæðar

Ein geirvartan er innhverf á meðan hin stendur út. Ef geirvörturnar þínar hafa alltaf verið svona þarft þú engar áhyggjur að hafa. Ef hins vegar þetta er þróun sem er nýleg þá gæti það verið merki um brjóstakrabbamein. Þá er tilefni til þess að kíkja til læknis strax.

Ójafnar
  1. Ójafnar

Hefur þú tekið eftir litlum blettum í kringum geirvörturnar sem líta út eins og litlar bólur. Ekki kreista þær! Þetta eru algerlega eðlilegir kirtlar sem allir hafa, þeir eru bara mis áberandi hjá fólki.

Hárugar
  1. Hárugar

Þetta eru týpurnar sem fullt af fólki upplifir en enginn virðist tala um. Hárugar geirvörtur. Allir eru með hársekki í kringum geirvörturnar en sumir fá hár í þá en aðrir ekki. Það er allt í lagi að plokka hárin af með plokkara, en ALLS EKKI raka þau af, það er mjög slæm hugmynd.

Auka geirvarta
  1. Auka geirvarta

Sumir fæðast með fleiri en tvær geirvörtur. Það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Því fleiri geirvörtur því skemmtilegra, ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.