fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Aníta Rún ákvað að fara í skotveiði með opinn huga: „Þetta er svo mikið meira en bara skjóta til að drepa“

Vynir.is
Mánudaginn 17. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég kynntist kærastanum mínum kynnti hann mér fyrir áhugamálinu sínu. Þetta er áhugamál sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti fengið áhuga á. Þetta áhugamál er skotveiði.

Ég get með sanni sagt að mér bauð við þessu fyrst. Ég er að vísu alin upp í sveit og svona nokkuð er alls ekki nýtt fyrir mér. En aftur á móti þá var ég bara svo logandi hrædd við byssur þegar ég var yngri að ég var ennþá hálf hvekkt þegar við byrjuðum saman.

Hann var nokkuð fljótur að kveikja áhuga minn. Áhugi minn kviknaði svo sem ekki á veiðinni sjálfri heldur öllu í kringum hana.  Þetta er svo mikið meira en bara skjóta til að drepa.

Ég hafði til að mynda aldrei smakkað önd né gæs áður en við byrjuðum saman. Samverustundirnar sem við eigum núna í tilrauna eldamennsku með þetta kjöt eru ómetanlegar.

Ég ákvað líka þegar við byrjuðum saman að gefa þessu áhugamáli skilning og fara inn í það með opin hug. Ef ég hefði engan veginn haft áhuga hefði ég bara staðið utan við það og leyft honum að eiga það fyrir sig. En annað kom á daginn.

Ég held skrá yfir allt sem hann skýtur. Hvar, með hverjum, hvað margar endur eða gæsir og svo framvegis.
Það þarf líka að pakka þessu og ganga frá kjötinu þegar heim er komið, það er eitthvað sem ég get svo sannarlega dundað mér við.

Það þarf að þrífa byssuna – ég get svarið það að hann hugsar stundum betur um þessa byssu en mig!

Það eru þessar litlu samverustundir okkar tengdar skotveiðinni sem smátt og smátt komu inn meiri áhuga hjá mér. Áhuginn er allavega orðinn það mikill að mér datt í hug að taka skotvopnaleyfið.

Þegar hann kemur heim af veiðum og ég hlusta á hann lýsa því sem hann upplifir get ég ekki annað en brosað. Kyrrðin, þögnin, spennan og jafnvel stundum vonbrigðin verða svo áþreifanleg í lýsingunum hans.

Að deila áhugamáli með honum gerir okkur ennþá nánari.
Að upplifa allar tilfinningarnar í kringum þetta með honum er dásamlegt.

Þó ég hafi ekki haft áhuga á þessu fyrst þá var ég fljót að fá áhuga um leið og ég gaf þessu séns.
Ég mæli svo sannarlega með því fyrir öll pör að finna sér sameiginlegt áhugamál og sérstaklega prófa áhugamál hvors annars, það gæti nefnilega komið ykkur á óvart.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.