fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“

Mæður.com
Laugardaginn 15. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði bloggfærslu þar sem ég sagði frá því að ég væri ættleidd og svaraði þar spurningum sem ég er mikið spurð út í.

Núna er kominn tími á færslu um elsku pabba minn, sem gerði óeigingjarnan hlut og tók mig að sér, elskaði mig og gekk mér algjörlega í föðurstað.

Ég var 9 ára þegar hann kom inn í líf mitt.
Ég og mamma vorum búnar að vera einar allt mitt stutta líf, ég svaf upp í hjá henni og hún var mamma mín.
Það var því mikið sjokk þegar hún kynntist pabba.
Ég skal alveg viðurkenna það, mér fannst hann vera að stela henni af mér og ég reyndi allt til þess að hann myndi ekki taka hana í burtu. Já, ég var ekki skemmtileg við hann. Hún var mín!
En ekki gafst hann upp, því 14 árum (og 14.000000 dramaköstum) seinna er hann ennþá hérna.
Og hvar væri ég án hans?

Var týnd og í mikilli uppreisn

Ég var rosalega týndur krakki, brotin því blóðfaðir minn vildi mig ekki nema á hans forsendum og í mikilli uppreisn.

Hann var ákveðinn. Ákveðinn í því að gera ekki upp á milli okkar systkinanna. Ákveðinn í því að elska mig sem sína eigin dóttir. Ákveðinn í því að hjálpa mér þegar mér leið illa. Ákveðinn í því að styðja alltaf við bakið á mér, þótt hann væri ekki sammála mínum ákvörðunum í lífinu. Ákveðinn er það sem hann er.

Við höfum ekki alltaf verið sammála. Enda bæði afskaplega þver. Hann hafði sína skoðun og ég mína. Ég hlustaði ekki alltaf (okei mjög sjaldan) á hann þegar ég var unglingur og fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi. Hann átti mig ekki þá.

En hver þurrkaði alltaf tárin mín þegar blóðfaðir minn brást mér? Eða var til staðar fyrir mig þegar mér fannst heimurinn vera á herðum mér? Hver sagði mér að ,,þetta myndi reddast“ þegar 14 ára ég komst að því að ég væri ófrísk? Hver tók börnunum mínum sem sínum eigin afabörnum? Hver stóð upp fyrir mér og ættleiddi mig? Hver elskaði mig eins og ég var? Hver hefur verið til staðar fyrir mig á hverjum degi í 14 ár?

PABBI MINN! 

Færslan er skrifuð af Evu Rún og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.