fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Svona viðheldur þú spennu og rómantík í langtíma sambandi

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. september 2018 11:00

Romantic couple dating in pub at night

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sambandið er nýtt virðist ekki vera neitt mál að viðhalda rómantíkinni og spennunni. Þú þarft ekki annað en að sjá manneskjuna og fiðrildin flögra. En hvað svo? Hvað gerist þegar sambandið er ekki lengur nýtt og spennandi? Er hægt að viðhalda spennunni og rómantíkinni? Nokkur góð ráð fyrir pör sem Bleikt endurbirtir og mælir með að prófa.

Það eru til ótal margar leiðir og þær þurfa ekki allar að vera eins subbulegar og morgunmatur í rúmið.

Post-it miðar

Hljómar óspennandi en ef það standa litlar ástarjátningar á miðanum eða hrós um útlitið þá klikkar hann ekki. Sérstaklega ef miðanum er laumað á áberandi stað þar sem ástin þín tekur pott þétt eftir honum, t.d. á spegilinn í forstofunni eða á stýrið í bílnum.

Snerting

Haldist í hendur og smellið koss á hvort annað við minnsta tækifæri. Að sína ástarhót er ekkert feimnismál.Það er einnig sterkur leikur að opna hurðina fyrir kærustuna, draga fram stólinn og sína herramennsku.

Gjafabréf

Útbúðu gjafabréf, það getur hvað sem er staðið á þeim en skemmtilegustu gjafabréfin fela í sér kossa, svita og mikla snertingu.

Krydd í tilveruna

Hjálpartæki ástarlífsins eru ekki kölluð hjálpartæki að óþörfu. Farið saman og veljið ykkur eitthvað skemmtilegt leikfang. Það geta verið fjaðrir, handjárn eða nýjasta tryllitækið fyrir bæði kynin. Úrvalið er endalaust.

Hrós

Það er ekki hægt að fá of mikið af hrósum. Hrósið hvort öðru hvenær sem tækifæri gefst og ekki gleyma að hrósa hvort öðru fyrir framan vini og kunningja. Það er fátt heitara en að vita að makinn þinn er stoltur af þér og því sem þú áorkar.

SMS

Sendið hvor öðru sms með sætum skilaboðum.Þau geta verið örlítið klúr eða sæt. Ykkar er valið og það fer allt eftir því í hvernig skapi þið eruð.

Hugsaðu um þig

Þið þurfið ekki að vera saman öllum stundum. Hlúðu að þér, ræktaðu áhugamálin og sinntu þínum vinum. Ef þú sinnir sjálfum þér eru allar líkur á að þér líði vel og ef þér líður vel þá eru meiri líkur á að þið eigið góðar stundir saman.

Eldið saman

Það þarf ekki að vera þriggja rétta máltíð að hætti stjörnukokkanna. Kaupið saman pizza deig, skerið niður grænmetið og njótið þess að eyða tíma saman í eldhúsinu. Þið getið svo toppað þetta með sitthvoru rauðvínsglasinu á meðan þið borðið pizzuna.

Einn snöggann

Ef þið hafið örlítinn tíma aflögu er um að gera að nota hann. Það er hægt að gera ýmislegt saman á 10-30 mínútum.

Talið saman

Þetta er ef til vill mikilvægast af öllu. Makinn þinn veit ekki hvað þú vilt ef þú segir honum það ekki. Hann les ekki hugsanir. Segðu honum hvernig þér líður og fáðu hann til að tala við þig. Góð samskipti er lykillinn að góðu sambandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.