fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Fyrirsætur með fötlun gengu tískupallana á New York Fashion Week – Tískuiðnaðurinn loksins að breikka sjóndeildarhringinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnuðurinn Mindy Scheiers tók þátt í New York Fashion Week með sýningu þar sem allar fyrirsæturnar voru fólk með einhverskonar fötlun.

Myndir: Kevin Hagan

Árið 2014 bað sonur Mindy, Oscar Scheier, móður sína um að hanna fyrir sig buxur sem væru í tísku og sem hann gæti passað í. Oscar þjáist af sjaldgæfum vöðvarýrnunarsjúkdómi sem gerir það að verkum að hann hefur alltaf átt erfitt með að finna sér föt sem passa.

„Það virkilega opnaði augu mín fyrir þörfinni á sérhönnuðum fötum, ekki bara fyrir son minn heldur líka milljónir manna um allan heim með einhverskonar fötlun,“ segir Mindy um það hvernig samtökin Runway Of Dreams varð til.

Samtökin byggja á þeim grunni að hanna föt fyrir allt mannfólk, sama hvernig líkamsvöxtur þeirra er. Metro greindi frá því að samtökin hanna, senda og styðja við það að breiða boðskap fatalínu sem aðlagast líkamanum.

Um þrjátíu fyrirsætur með mismunandi fötlun gengu á tískusýningunni í fötum sem eru sérstaklega hönnuð til þess að aðlagast líkama fólks með mismunandi fötlun. Fötin voru meðal annars frá hönnuðum Target, Tommy Hilfiger og Nike.

Runway of Dreams er eitt merki þess að tískuiðnaðurinn er loksins að breikka sjóndeildarhringinn og einblínir ekki lengur einungis á hávaxið, hvítt og grannt fólk eins og hefur verið gert svo lengi. Fyrirsæturnar sem tóku þátt í New York tískusýningunni voru um 40% lituð á meðan árið 2015 var litað fólk einungis 21% þátttakenda. Einnig hafa fleiri og fleiri transfyrirsætur skrifað undir samninga við stór tískufyrirtæki að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Með VivoBook í veskinu
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.