fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Aníta Rún hvetur íslenskar konur til að sameinast í herferðinni #líkamieftirfæðingu

Vynir.is
Þriðjudaginn 4. september 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ákveðið að fara langt út fyrir þægindarammann minn og ég ætla að taka þátt í þessari yndislega fallegu herferð sem er í gangi á Internetinu núna undir myllumerkinu #Postpartumbody. Ég hef ákveðið að „íslenska“ þetta myllumerki og vekja athygli á því hjá íslenskum mæðrum.

Eftir að ég átti dóttur mína í apríl 2014 hef ég verið að glíma við ímynd mína á líkamanum mínum.
Mér hefur síðan þá, ekki fundist maginn á mér fallegur. Ég er með slit, auka húð og slappan maga. Ég hef reynt margt til að losna við allt þetta með mis góðum árangri.

Eftir að ég átti son minn í mars 2017 versnaði þessi ímynd mín á líkamanum mínum hræðilega mikið. Ég gat varla horft á sjálfa mig án þess að hugsa „vá hvað ég lít hræðilega út“.

Málið var líka að ég var alltaf að miða mig við allar aðrar mæður og oft á tíðum var ég líka að miða mig við óraunhæfar Instagram myndir sem var jafnvel búið að eiga mikið við. Ég fór t.d. ekki í bikiníi í sund í 4 ár af hræðslu við að fólk myndi horfa á mig og dæma mig fyrir líkamann minn.

Það tók mig langan tíma að sætta mig við líkamann minn. En í dag er ég sátt. Ég er ennþá með slit, en í staðinn fyrir að fyrirlíta þau þá elska ég þau. Ég er ennþá með auka húð á maganum, en hún minnir mig á litlu lífin sem hjúfruðu um sig þarna inni einu sinni.
Loksins í dag elska ég líkamann minn eins og hann er. Líkamsást skiptir miklu máli til að líða vel.

Elsku mæður, það sem þið gerðuð eruð dásamlegt. Þið bjugguð til líf. Þið gáfuð upp líkama ykkar fyrir þetta litla fallega líf. Hvort er mikilvægara, fallegur magi eða þetta litla líf?
Fyrir mína kosti veit ég 100% hvað mitt svar er. Það þarf ekki meira fyrir mig en að horfa á þessa mynd til að gleyma öllu um líkamann minn því þetta var allt þess virði.

Verum stoltar af okkur. Elskum líkaman okkar eins og hann er.
Við eigum það skilið!

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjóðheitar á sundfötum

Sjóðheitar á sundfötum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.