fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Hin hliðin á Kristborgu Bóel – „Allir ölvaðir að sópa ís, ég held að það yrði gott mót“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. september 2018 14:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Austurglugganum héraðsfréttablaði Austurlands og Austurfrétt, netmiðli sama svæðis, gaf nýlega út bókina 261 dagur, sem er dagbókarskrif hennar um sambandsslit, ástarsorg og tilfinningar hennar og uppgjör í kjölfarið. Kristborg Bóel sýnir lesendum DV á sér hina hliðina með því að svara nokkrum spurningum.
 
Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Ég myndi vilja sjá HAM (hugræna atferlismeðferð) sem hluta af lífsleiknikennslu í öllum skólum, en þar læra einstaklingar að þekkja samspil hugsana, tilfinninga og hegðunar. Að mínu mati myndi það skila sterkari einstaklingum út í samfélagið.
 
Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Vasadiskó. Líka broddaklipping og sítt að aftan.
 
Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já, alltaf.
 
Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þegar elsti sonur minn var fjögurra ára horfði hann á mig með lotningu og spurði hvenær hann myndi missa litlu, hvítu barnatennurnar sínar og fá svona stórar, gular og flottar fullorðinstennur eins og ég.
 
Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Carrie Bradshaw í Sex and the City. Ehhh, já, sem er ekki einu sinni alvöru manneskja.
 
Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Veip.
 
Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Ískur í matardisk þegar einhver sker of fast.
Ljósmynd: DV/Hanna
 
Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að ganga með og koma börnunum mínum fjórum í heiminn.
 
Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Gleði.
 
Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Internetið.
 
Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Í krullu. Allir ölvaðir að sópa ís, ég held að það yrði gott mót.
 
Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Bangsímon, hann er svo góðhjartaður og vitur í einfaldleika sínum.
 
Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Ég get hlegið að flestu með vinkonum mínum.
 
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Heyr himnasmiður. Já, ég er áhugamanneskja um sálma.
 
Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Að elda lasanja.
 
Hvaða ósið hefur þér reynst erfitt að hætta?
Að naga neglurnar. Svo borða ég allt of hratt.
 
Hvaða bíómynd hefur þú séð oftast?
Sem fjögurra barna móðir, líklega Lion King.
 
Hverjum líkist þú mest?
Ég reyni alla daga að líkjast ömmu Jóhönnu í lífssýn og háttum.
Ljósmynd: DV/Hanna
 
 
 
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.