fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Faðir Katrínar var skotinn til bana: „Við vorum alltaf tvær mæðgurnar en áttum gott bakland“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Lea Elenudóttir bar sigur úr bítum í keppninni Miss Universe Iceland sem haldin var fyrr í mánuðinum og varð með því yngsti þátttakandi keppninnar sem hefur sigrað. Segir Katrín úrslitin ekki hafa komið sér á óvart enda hafi hún æft sig vel í tvö ár.

Hét Ekatería fyrstu ár ævi sinnar

Katrín Lea er fædd og uppalin í Síberíu þar sem hún bar nafnið Ekatería fyrstu ár ævi sinnar. Mikil fátækt er á þessum slóðum og þegar móðir hennar, Elena Skorobogatova, kynntist íslenskum manni átti líf þeirra eftir að breytast mikið.

„Með þeim tókst vinátta og stuttu síðar flutti hún til Íslands þar sem hann var búsettur en ég varð heima eftir í Síberíu. Næstu fjögur árin bjó mamma Íslandi og vann myrkranna á milli, en ég heima hjá ömmu og afa,“ segir Katrín Lea í viðtali við Írisi Hauksdóttur í nýjasta tímariti Vikunnar.

Faðir Katrínar skotinn til bana í Rússlandi

Þegar Katrín Lea flutti svo með móður sinni til Íslands lét hún breyta nafni sínu og ákvað hún í leiðinni að taka upp nafn móður sinnar í eftirnafn.

„Ég ákvað jafnframt að kenna mig við hana enda ól hún mig upp ein síns liðs. Við vorum alltaf tvær mæðgurnar en áttum gott bakland í foreldrum mömmu sem reyndust okkur vel.“

Þremur árum eftir flutning Katrínar til Íslands sáu mæðgurnar fréttir í rússneska sjónvarpinu þar sem greint hafði verið frá andláti föður hennar.

„Ég þekkti pabba minn aldrei neitt en mamma sagði skilið við hann fljótlega eftir að ég kom í heiminn. Hann reyndi aldrei að hafa samband en hann var um tíma tengdur inn í rússnesku mafíuna sem við teljum að sé ástæða þess að honum var síðar ráðinn bani.“

Faðir Katrínar var skotinn til bana í heimalandi sínu en miklir átakatímar voru í Rússlandi á þessum tímum, eftir fall Sovétríkjanna.

Viðtalið við Katrínu má lesa í Vikunni. 

View this post on Instagram

The most incredible support team! Thank you for being with me through this wonderful journey! I learned so much new from all of you and all of it I will definitely continue to use in the future! @elena.katrin : Ты моя самая лучшая поддержка и самый строгий критик! Я тебя очень люблю! @realniasanchez, I am overwhelmed with so many feelings right now! I know, without you and your help I would not stand here where I am now! Thank you for believing in me! @palli_24 , Hvar væri ég án þín?! Það sem ég vil mest þakka þig fyrir er ÞOLINMÆÐI og SKILNINGUR sem þú færði mér í gegnum allt þetta ferli! Ég elska þig endalaust! @astabjork_ Þú varst með mér frá byrjunin og fram að sigur enda! Takk kærlega fyrir að allan stuðning! Þú ert best í öllum heimi! @manuelaosk And @pageantsmart: There are no words to describe how thankful I am to you! For establishing this incredible organisation and for remembering about me through those last two years! You changed my life radically and gave me the opportunities and memories for a lifetime! Thank you very much! @iamnastig þú hefur alltaf studd mig og hjalpað mér í öllu saman, fyrir það er ég endalaust þakklát! @getfitbyrob and @lisagartistry thank you for finding time for me and supporting me! You are the best! @missuniverseiceland 2018 stelpur, ég elska ykkur! Takk fyrir að vera partur af þessu frábæra hóp!

A post shared by Katrín Lea Elenudóttir (@katrin.lea) on

Mynd: @north_pole_studio Facebook: @northpolestudioiceland 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.