fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Kristjana gagnrýnir harðlega viðbrögð leikskólastjóra vegna ofbeldis gegn syni hennar

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef haft góðan tíma til þess að afla mér upplýsinga, tala við fagfólk og heyra í öðrum mæðrum sem hafa setið báðu megin við borðið þegar við kemur ofbeldi á milli barna, niðurstaðan var sú að fyrrum leikskóli sonar míns tók ekki vel á ofbeldismáli sem þar var í gangi og nú vil ég segja frá.“

Á þessum orðum hefur Kristjana Rúna Kristjánsdóttir færslu sína á síðunni Amare, þar sem hún gagnrýnir harðlega viðbrögð leikskólastjóra vegna ofbeldis sem sonur hennar varð fyrir í leikskólanum sínum. Kristjana gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um sögu fjölskyldunnar.

Sonur þeirra greindi frá ofbeldi í leikskólanum

„Árið 2016 byrjaði þetta. Frumburðurinn minn, þessi glaði og orku mikli strákur sem á í engum vanda með að eignast vini fór að sýna okkur foreldrum vanlíðan þegar við sátum við matarborðið og ræddum um dag allra.“

Sonur Kristjönu greindi foreldrum sínum frá því að annað barn á leikskólanum væri að lemja hann og stríða nánast daglega. Kristjönu brá að sjálfsögðu við fréttirnar og brýndi fyrir syni sínum að hann ætti alltaf að láta kennarana í leikskólanum vita strax þegar það kæmi upp.

„Hann sagðist alltaf hafa gert það en við foreldrarnir höfðum ekki fengið upplýsingar frá leikskólanum um að þetta væri í gangi. Nokkrir dagar liðu og aftur við matarborðið segir hann okkur frá því að barnið sé að slá, meiða og að auki stríða, þarna sé ég enn meiri vanlíðan, ég fór í leikskólann og ræddi um málið.“

Lagði traust sitt á kennarana

Kom þá í ljós að leikskólinn vissi af því sem sonur Kristjönu var að lenda í og lofaði foreldrunum meiri eftirfylgni.

„Ég lagði traust mitt á kennarana því þau hljóta að vera fagfólkið þegar kemur að svona málum, ég aftur á móti hafði enga reynslu og stólaði því mikið á að þau myndu gera það rétta í stöðunni og huga vel að börnunum sem voru að lenda í líkamlegu ofbeldi á leikskólanum sínum. Síðast þegar ég vissi þá var endurtekið ofbeldi og stríðni frá sama barninu yfir lengri tíma flokkað sem einelti og það er það sem sonur minn var að takast á við.“

Yfir tveggja ára tímabil var Kristjönu og barnsföður hennar lofað frekari eftirfylgd en einhverra hluta vegna gat leikskólinn ekki staðið við það og endurtóku atburðirnir sig aftur og aftur.

„Þegar fór að nálgast sumarfrí leikskólanna kom upp annað atvik, hann var kýldur í magann. Hann sagðist hafa meitt sig mjög mikið og þarna var hann farinn að sýna reiði ef einhver gerði eitthvað á hans hlut. Hann var mun viðkvæmari en vanalega og mikil grátköst brutust fram þegar hann upplifði óréttlæti í sinn garð.“

Leikskólastjórinn fór í vörn þegar málið var borið á borð

Sonur Kristjönu hefur alltaf verið mikil tilfinningavera en hegðunin sem hann fór að sýna foreldrum sínum var úr karakter og jókst hratt yfir tveggja ára tímabil.

„Nú sá ég ekkert annað í stöðunni en að grípa inn í og ræða við leikskólastjórann um þetta mál. Ég fór fram á að eitthvað meira yrði gert svo hann fengi frið. Ég hafði góða reynslu af því að tala við leikskólastjórann, hún hafði alltaf haft gott viðmót en þegar ég nefndi orðið ofbeldi var eins og það hefði farið öfugt ofan í hana og fór hún í vörn. Það lýsti sér þannig að hún greip fram í fyrir mér og leyfði mér ekki að klára að segja frá. Ég þurfti að endurtaka það nokkrum sinnum að þetta væri það sem hann var að lenda í.“

Kristjana segir að leikskólastjórinn hafi sagt að hún efaðist um það að sonur hennar væri að lenda í ofbeldi nánast daglega en ætlaði þó að ræða við kennarana og herða eftirlitið.

„Þarna var búið að lofa meiri eftirfylgni í þriðja sinn en traustið gagnvart þessum loforðum var brostið, traustið var farið, ég treysti þeim ekki lengur til þess að huga að velferð sonar míns. Á þessum tímapunkti þurfti eitthvað meira að gerast því eftirfylgnin sem átti að eiga sér stað hafði ekki staðist nógu vel fyrst ofbeldið hélt áfram.“

Fengu ekki að hitta foreldra barnsins sem beitti son þeirra ofbeldi

Kristjana brá því á það ráð að hringja í Reykjavíkurborg að leita sér hjálpar.

„Ég sá frá fyrsta fundi að þetta myndi ekki ganga vel. Leikskólinn fékk hringingu frá Reykjavíkurborg og þeirra niðurstaða var sú að við ættum að geta leyst þetta mál án aðkomu Reykjavíkurborgar. Á fundum með leikskólanum var einungis einblínt á það hvað strákurinn væri viðkvæmur en enginn samvinna var sett upp á milli foreldra. Við fengum aldrei að hitta foreldra hins barnsins, engin samvinna var sett upp á milli okkar og er ég heldur ekki viss um að þau viti af þessu máli.“

Kristjana fór að leita sér að upplýsingum frá öðrum foreldrum til þess að sjá hvort fleiri hefðu lent í svipaðri reynslu.

„Þetta er það sem er gert á flestum stöðum þegar svona mál koma upp. Það fékk ég að heyra eftir á frá öðrum foreldrum eftir tvo fundi með leikskólanum. Það var fengin kona á vegum leikskólans til þess að fylgjast með syni mínum í fimm daga Á þessum fimm dögum var eftirlitið mjög sterkt og þétt og fékk hann því fimm daga þar sem ekkert gerðist. Á seinasta fundi okkar kom svo sú skrýtna niðurstaða frá hálfu leikskólans að hans vanlíðan væri ekki út af þessu máli.“

Ofbeldi hefur áhrif á alla

Enn og aftur neyddist Kristjana til þess að ræða ofbeldið við leikskólakennarann og fékk hún barnsföður sinn til þess að vera viðstaddan í þetta skipti.

„Þegar ég minntist á ofbeldið kemur þessi hegðun aftur fram hjá leikskólastjóranum. Hún grípur fram í og leyfir mér ekki að klára að tala. Þarna var alveg ljóst að hún tók þessu ekki jafn alvarlega og við foreldrarnir gerðum. Okkur varð ljóst að orðið ofbeldi fór ekki vel í hana og að við værum ekki að fara að fá neitt meira út úr þessu annað en bæklinga með okkur heim, til þess að vinna með reiðina í okkar barni.“

Kristjana segist þakklát fyrir það að leikskólinn hafi einblínt að líðan sonar hennar en að eftir sumarfríið sé ljóst að grátköstin og reiðin sem hann upplifði voru beintengd því sem hann þurfti að takast á við í leikskólanum.

„En það fannst leikskólanum ekki. Eftir sumarið voru grátköstin orðin mjög fá og reiðin varla sjáanleg. Það segir sig sjálft að þegar manneskja þarf að kljást við ofbeldi og stríðni í sinn garð reglulega yfir tveggja ára tímabil, þá hefur það áhrif á skapið og andlegu hlið einstaklingsins. Alveg sama hvort það sé barn, unglingur eða fullorðinn einstaklingur.

Tóku ákvörðun um að taka hann úr leikskólanum til þess vernda hann fyrir ofbeldinu

Kristjana telur vandamálið liggja hjá leikskólastjóranum sem eigi að sjá til þess að mál líkt og sonar hennar gangi vel fyrir sig.

„En ef sú manneskja sér ekki vandamálið eins og það er og neitar orðinu ofbeldi, neitar því að einelti hafi átti sér stað, þá þarf sá leikskólastjóri fræðslu um eineltismál. Það þarf líka að upplýsa foreldrana sem eiga í hlut svo þau geta unnið með sínu barni. Þetta er erfitt fyrir alla sem koma að svona málum. Leikskólinn þarf líka að geta sagt: „Við ráðum ekki við þetta“ og fengið aðstoð, en ekki að kenna öllum öðrum börnum að aðlagast einu barni á staðnum.“

Nokkrum dögum fyrir sumarfríið ákváðu Kristjana og barnsfaðir hennar að sonur þeirra færi ekki aftur á þennan leikskóla þar sem þeim var orðið ljóst að það væri í þeirra höndum að vernda hann fyrir ofbeldinu fyrst leikskólinn brást því hlutverki.

„Þegar við sóttum fötin hans og bróðir hans þá var þetta tiltekna barn að stríða honum á meðan við vorum að taka allt saman og koma þeim þaðan út. Ekkert var gert og fékk þessi hegðun að viðgangast. Sonur minn upplifði létti að þurfa ekki að fara þangað aftur og ég fékk pláss fyrir yngri bróðir hans á nýjum leikskóla. Mér var líka tjáð að önnur börn væru líka að lenda í þessu á leikskólanum frá sama barninu, þá var mér hugað að því hvort foreldrarnir viti nokkuð af því. Það efast ég um.“

Vonar að Reykjavíkurborg fylgi málinu eftir

Kristjana vonast til þess að tiltekinn leikskóli vandi sig betur í framtíðinni og taki á því ef ofbeldi á milli barna skapast.

„Ef þið ráðið ekki við aðstæður er betra að viðurkenna það svo hægt sé að finna aðra lausn. Börn sem lenda í ofbeldi eiga ekki að þurfa að víkja frá sínum stað. Ég vil ekki að önnur börn þurfi að ganga í gegnum það sem sonur minn gekk í gegnum. Vanlíðanin sem fylgir ofbeldi er alvarleg og á ekki að líðast, leikskólinn þarf að gera betur.“

Kristjana sendi að lokum Reykjavíkurborg tölvupóst um málsatvik og óskaði eftir því að máli sonar hennar yrði fylgt eftir.

„Ég er enn að bíða eftir viðbrögðum. Strákurinn minn er að jafna sig vel eftir þetta, enn það er smá vinna eftir. Það er þó gríðarlegur munur á honum eftir að hann fékk frið. Ég hef ekki notað bæklingana sem ég fékk frá leikskólanum, þar var verið að segja okkur að ef hann geti ekki róað sig sjálfur niður að þá eigi hann að fara í hlé. Það er ekki okkar stefna í lífinu. Allar tilfinningar hafa rétt á sér. Reiði er tilfinning sem hefur ástæðu og hans reiði var partur af sorg sem hann upplifði eftir að hafa þurft á þessum unga aldri að kljást við stríðni og að vera kýldur. Aldrei hefði mig grunað að þetta yrði vandamál á svo ungu stigi í lífi barna, en þetta er raunveruleikinn. Ég vona að Reykjavíkurborg athafnist í þessu og hjálpi þessum leikskóla að takast á við svona mál í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.