fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Íslenskir karlar opna sig – Hvað gerir konu að góðri ástkonu?

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varúð greinin miðast við gagnkynhneigða. Áður birt á Bleikt.

Kynlíf er uppspretta alls konar tilfinninga fyrir okkur öll, nema þau okkar sem eru hjartalaus vélmenni. Vonandi eru góðu tilfinningarnar ríkjandi í fleiri en færri tilfellum. Smekkur okkar er líka misjafn hvað kynlíf varðar og þeir þættir sem okkur þykir mikilvægir hjá mótaðilanum eru mismunandi. Mörg okkar lendum í því að verða ansi upptekin af því að reyna að lesa hugsanir þeirra sem við sængum hjá – og í stað þess að spyrja, ímyndum við okkur kannski hvaða hugsanir fara í gegnum kollinn á rekkjunautnum.

Ég hef átt ófá samtöl við konur og karlmenn um þessi mál. Þó sýnu fleiri konur. Þær verða oft sjúklega uppteknar af því hvað elskhuganum finnst um þær og hafa tilhneigingu til að detta í þóknunargírinn. Þegar það gerist myndast hætta á því að eigin þarfir verði undir og að mörkin verði jafnvel loðnari en ástæða er til. Ég á vinkonu sem er algjörlega með það á heilanum hvernig hún lítur út þegar hún veitir elskhuga sínum munngælur, hún spáir mikið í það hvernig hans útsýni sé, hvort appelsínuhúðin sé áberandi og hvort það heyrist of mikið eða of lítið í henni. Eins og gefur að skilja lenda hennar þarfir ansi aftarlega á merinni þegar áherslan hennar megin er öll á hans upplifun. Auðvitað er gaman að gefa – en það er verra að týna sér í hugsunum af þessu tagi.

Ég ákvað að spyrja nokkra íslenska karlmenn að því hvað gerir konu að góðri ástkonu. Svörin voru mörg ótrúlega lík … og nokkuð ljóst að þau koma eflaust mörgum konum á óvart!

„Mér þykir húmor mestu skipta. Það er gríðarlega aðlaðandi. Myndi grimmt velja húmor fram yfir útlit til dæmis.“ (33 ára, giftur)

„Eitt orð: sjálfsöryggi.“ (34 ára, einhleypur)

„Blandan sem virkar er einföld, húmor og kynlíf.“ (54 ára, trúlofaður)

„Konur sem taka frumkvæði í kynlífi eru á allan hátt mun betri ástkonur en þær sem eru passívar. Það tengist því ekki að þær séu drottnandi heldur því að þær gefi af sér og séu gefendur til móts við karlmanninn.“ (40 ára, fráskilinn)

„Góð ástkona hefur sömu eiginleika og góður landkönnuður: óþreytandi þrá og ástríðu fyrir nýjum stöðum, nýrri upplifun og nýjum aðstæðum. En um leið eðlisbundna ást á heimlandinu.“ (33 ára, giftur)

„Góð ástkona er án efa sú sem er alltaf til í að prufa eitthvað nýtt. Það er svo auðvelt að „hjakka í sama farinu“ endalaust og þannig deyr þetta á endanum. Með nýjungagjarnri ástkonu er hægt að halda eldinum gangandi um ókomna tíð! Það er líka mikilvægt að konur leyfi sér að njóta í kynlífi. Að þær gefi skít í hvort hárið sé í lagi, hvort þær séu með undirhöku, hvort þær setji upp þennan eða hinn svipinn. Það er fátt eða ekkert meira sexí en kona sem er rjóð í kinnum, með hárið í algjöru messi, titrandi í fanginu á manni í fullnægingarbríma. Svoleiðis verða bara konur sem leyfa sér að njóta og karlmenn eru óðir í þær.“ (37 ára, trúlofaður)

„Ókei – intellektúal kona heillar, ekki síst ef hún er opin og meðvituð um þrár sínar og langanir.“ (45 ára, einhleypur)

„Konur sem taka frumkvæði, sýna ástríðu, eru (passlega) agressívar og sýna mikið sjálfstraust. Karlar fíla alveg jafnmikið að „láta taka sig“ og konur.“ (33 ára, giftur)

„Hömluleysi, gredda og sjálfstraust.“ (34 ára, giftur)

„Kynlíf er bara orðið jafn sjálfsagt og að skipta um skó. Glansinn kannski aðeins að renna af því. Mér finnst kynlíf ekki gott nema meira fylgi með. Ég vil vilja fá ástkonu mína jafn mikið í kaffi og bíó eins og rúmið með mér. Ég er bara kominn með nóg af konum sem vilja sofa hjá mér og ekkert meira en það.“ (37 ára, einhleypur)

„Traust og trúnaður skiptir mestu máli.“ (34 ára, í sambandi)

„Helsti kostur sem góð ástkona þarf að hafa er frumkvæði, og þá skiptir ekki máli að hverju það snýr.“ (42 ára, einhleypur)

„Góð ástkona þorir að leyfa sér að vera undirgefin ef það er löngun hennar og tekur stjórnina ef það kveikir í henni. Góð ástkona þorir að vera gröð og hömlulaus. Fyrst og fremst er góð ástkona sú sem þorir að vera hún sjálf og tjá langanir sínar.“ (39 ára, fráskilinn)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.