fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Rebekka Rut 14 ára hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í minningu Kristínar frænku sinnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingurinn Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 14 ára ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn næstkomandi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Ömmusystir Rebekku, Kristín Guðmundsdóttir lést 2. ágúst síðastliðinn eftir áralanga baráttu við krabbamein. Kristín greindist fyrst með krabbamein fyrir 23 árum og stóð í baráttu við krabbameinið með hléum í öll þessi ár. Kristín barðist hetjulega og með jákvæðnina  að vopni í veikindunum og hafði það mikil áhrif á samfélagið í Grindavík. Hún stofnaði félagið Birtuna ásamt Sveini Árnassyni sem er stuðningsfélag krabbameinssjúkra í Grindavík. Kristín lætur eftir sig 2 syni, tengdadóttur og 2 barnabörn.

Tvíburarnir Rebekka Rut og Viktor Örn Hjálmarsbörn ásamt Kristínu, myndin er tekin í fermingu systkinanna í apríl síðastliðnum.

Kristín var Rebekku Rut og fjölskyldu hennar mjög kær og var Rebekku Rut og systkinum hennar eins og þeirra þriðja amma. Vildi Rebekka Rut því styrkja Krabbameinsfélagið í minningu frænku sinnar.

Kristín verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst næstkomandi og hefur verið stofnaður reikningur til stuðnings sonum hennar.

Hægt er að styrkja Rebekku Rut og Krabbameinsfélagið í maraþoninu hér.

Við hvetjum þá sem stutt geta syni Kristínar að gera það.
Söfnunarreikningur er: 0143-05-10051, kt. 260291-2119.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.