fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, eignaðist sitt fyrsta barn þann 11. ágúst með unnustu sinni, Védísi Kjartansdóttur. Ævar segir að öllum heilsist vel og að nýfæddi sonurinn hafi verið fimmtán merkur og um 53 sentímetrar þegar hann kom í heiminn.

Ævar kom nýlega fram í ítarlegu viðtali hjá DV þar sem ræddi um foreldrahlutverkið framundan, verkefnin og ábyrgðina. „Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur,“ segir Ævar um pabbahlutverkið.

„Ég var reyndar nýlega spurður: „Hvað ætlar þú að gera ef strákurinn þinn hefur svo engan áhuga á bókum?“ og ég svaraði að það væri bara í góðu lagi,“ segir Ævar.

„Það verður þá bara verkefni að vekja áhuga hans á bókum, alveg eins og ég veit að hann á eftir að fá áhuga á einhverju sem ég hef aldrei spáð í og þarf þá að kynna mér. Hann á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling og hafa áhrif á okkur á ótrúlegasta máta.“

Sjá einnig: Ævar kynntist unnustu sinni á sviði: Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars

Bleikt óskar parinu hjartanlega til hamingju með snáðann.

Nýbökuðu foreldrarnir, Ævar og Védís.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.