fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Óboðinn gestur í bóli Birnu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Björk, íbúi í Keilufelli í Breiðholti, hefur nokkrum sinnum vaknað upp við að ókunnugur gestur hefur látið fara vel um sig í rúminu hjá henni og kærastanum. Gesturinn er ekki hættulegur þó að hann hafi ekki fengið formlegt boð um næturgistingu, en um er að ræða kött, sem kúrir í mestu makindum hjá parinu.

Í grúppunni Íbúar-Betra Breiðholt á Facebook birtir Birna mynd af kettinum og spyr hvort einhver kannist við að eiga hann, þar sem hann er ekki með neina ól. „Við getum orðað það svoleiðis að ég hafi gert í buxurnar þegar ég vaknaði með þennan uppí rúmi í morgun, hann er ekki með neina ól. Hann er búinn að koma nokkrum sinnum inn til okkar hérna í Keilufellinu. Kannast einhver við hann?“ skrifar Birna og segist hafa rekið kærastann fram úr til að taka mynd af þeim.

Hún botnar síðan með skemmtilegri staðhæfingu kærastans: „Kærastinn minn heldur því fram að hann eigi heima þar sem 5 börn eiga heima og hann sé bara þreyttur.“
Samkvæmt nýjustu fregnum mun kötturinn vera kominn heim til sín, í bili allavega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.