fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Svala Björgvins blæs á kjaftasögurnar: „Ég er bara fátækur listamaður“

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 21:00

Svala Björgvins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvinsdóttir, söngkona og listamaður var gestur í hlaðvarpsþættinum Helgarspjallið með Helga Ómars um helgina. Í þættinum fara þau Svala og Helgi um víðan völl og ræða allt milli himins og jarðar. Eitt af þeim umræðuefnum sem tekin eru fyrir í þættinum er útlit söngkonunnar og þær kjaftasögur sem gengið hafa manna á milli um meintar lýtaaðgerðir. Svala vísar ölum slíkum sögum á bug.

Svala hefur verið áberandi í poppsenu þjóðarinnar í langan tíma og gefið frá sér fjölda platna og smáskífna. Svala hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis fyrir tónlist sína, flutning og útgeislun.

„Enginn læknir hér, ég sver. Ég hef aldrei sett neitt í þetta andlit,“ segir Svala í þættinum sem heyra má í heild hér. Svala segist alltaf hafa verið með góða húð og þakkar góðum genum. „Ég er bara mjög heppinn, þetta er bara genatískt í minni fjölskyldu. Konurnar í fjölskyldinni eldast mjög hægt. Þú ættir að sjá ömmu mína sem er 96 ára en lítur út fyrir að vera 72 ára,“ segir hún.

Hún nefnir tvær ástæður fyrir því að hún hafi aldrei farið undir hnífinn. „Ég er bara fátækur listamaður og á ekkert pening til að fara í dýrar meðferðir. Svo er ég líka ógeðslega hrædd við nálar,“ segir Svala.

Hún segir tímann verða að leiða það i ljós hvort hún muni prófa aðgerðir sem þessar þegar hún eldist. „Ég er ekkert að útiloka, það getur vel verið að maður geri það seinna meir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.