fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Sæunn lenti í matrtöð allra leigusala: „Ekki láta „aumingja-gæskuna“ hlaupa með ykkur í gönur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun sumars árið 2016 losnaði hús foreldra Sæunnar Tamar úr langtímaleigu og fékk hún það hlutverk að finna nýja leigjendur.

„Ég ætlaði að standa mig í þeim málum fyrir foreldra mína og sá mér leik á borði að skipta húsnæðinu í tvennt, leigja þannig bílskúrinn sér og íbúðarhúsnæðið sér. Þannig taldi ég mig ná góðum hagnaði og bestri nýtingu á húsnæðinu,“ segir Sæunn Tamar, frumkvöðull og viðskiptafræðingur í færslu sinni á Lady.is

Matrtöð allra leigusala

Sæunn gat ekki séð fyrir þann hrylling sem hún átti eftir að lenda í þegar hún í góðmennsku sinni leigði bílskúrinn til ungra drengja sem voru ný byrjaðir í eigin rekstri og lofuðu upp í ermina á sér.

„Bílskúrinn er svokallaður draumabílskúr braskarans. Hann er á tveimur hæðum, með gryfju og innkeyrslu fyrir tvo bíla. Í honum er nægt geymslurými á neðri hæðinni með hillum og allskonar. Fullkomið húsnæði fyrir þá sem þurfa að gera við búnað sinn eða geyma.“

Sæunn auglýsti bílskúrinn til leigu og fékk ótal fyrirspurnir.

„Eftir að hafa rætt við marga leist mér best á unga stráka sem voru ný byrjaðir í eigin rekstri og vantaði pláss fyrir vélarnar sínar og aðstöðu til þess að gera við búnaðinn. Þar sem ég var nýbúin að vera í svipuðum sporum sjálf vissi ég að það væri erfitt fyrir ungt fyrirtæki að reiða fram háa upphæð, leigu og tryggingu á sama tíma.“

Sýndi drengjunum skilning

Sæunn gaf strákunum því leifu fyrir því að skipta greiðslunni niður.

„Þeir gætu borgað trygginguna á tveimur til þremur mánuðum. Þetta er eitthvað sem kallast „flóns-gæsla“, því aldrei kom tryggingin né leigan. Eða jú bara helmingurinn í byrjun fyrir fyrsta mánuðinn. Hitt átti svo að skila sér fljótlega, sem aldrei varð.“

Að lokum þurfti Sæunn að leita sér aðstoðar frá utanaðkomandi aðilum til þess að ná drengjunum úr bílskúrnum.

„Í kjölfarið þurftum við að leigja flutningabíl til þess að farga því dóti og drasli sem skilið var eftir. Eftir sátum við með sárt ennið og tjón upp á tugi þúsunda. Margra klukkutíma vinna og tvær málningarumferðir dugðu ekki til þess að fela „listaverkin“ á veggjunum sem þeir félagar höfðu spreyjað þar.“

 

Lærði af mistökunum

Sæunn var virkilega sár yfir því að hún hafi trúað á hið góða í drengjunum og gefið þeim tækifæri.

„Það þýddi lítið að sitja og væla yfir því hvernig ástandið var í skúrnum og hversu illa var leikið á okkur. Við fengum leiðbeiningar til þess að losa okkur við listaverkin sem skilin voru eftir handa okkur og á ákveðnum tímapunkti hélt ég að þetta yrði aldrei búið. Þegar loksins kom að fjórðu umferðinni þá hættu loksins listaverkin að skína í gegn og núna erum við með þennan glæsilega bílskúr sem við breyttum í líkamsræktaraðstöðu fyrir okkur hér heima í kotinu.“

 

Sæunn og fjölskylda eru alsæl með aðstöðuna sem þau hafa búið til og nota hana mikið.

„En upp úr þessu öllu má ef til vill draga lærdóm fyrir framtíðina. Það er sárt að segja það, en ekki láta „aumingja-gæskuna“ hlaupa með ykkur í gönur. Hafið vaðið fyrir neðan ykkur, rétt skal vera rétt.“

Hægt er að lesa færsluna í heild sinni á síðu Lady.is
Hægt er að fylgja Sæunni á Instagram undir notandanafninu: saeunntamar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.