fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Hugmyndir af millimálum sem innihalda ekki dýraafurðir eftir Amöndu Cortes

Öskubuska
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur bloggfærslan mín, sem ég hef nokkrum sinnum lofað að skrifa: um hugmyndir að millimáli. Allt eru þetta hugmyndir sem innihalda ekki dýrafurðir. Einnig er þetta allt millimál sem ég hef neytt í kjánalega marga daga í röð en ég er alveg týpan sem fær æði fyrir einhverju og borðar það endalaust þar til ég fæ nóg. Hægt er að finna endalaust af hugmyndum af millimáli en þetta eru mín uppáhalds og þau klikka aldrei.

  • Poppkex með hnetusmjöri eða möndlusmjöri og banana

  • 2-3 ferskar döðlur fylltar með hnetusmjöri (munið að taka steininn úr)

  • Orkukúlur (uppskriftir hér)

  • Prótein muffins (uppskrift hér)

  • Hristingar/Smoothies

  • 2 ristaðar sneiðar af lágkolvetnabrauði með tofurky skinku og smávegis oatly rjómaosti

  • Hummus + gúrka/gulrætur/paprika/blómkál

  • Poppkex með tofurky skinku, stöppuðu avocado og svörtum pipar

  • Banani/epli/pera og hnetusmjör (mér finnst pera og hnetusmjör mjög gott)

  • Steiktar edamame baunir (létt steiktar í 5-10 mín með smá salti, fæ mér yfirleitt um 1 bolla sem millimál, fást belglausar í frystivörunni í Krónunni).

  • Banana hafraklattar (uppskrift hér)

  • Tamari möndlur (mér finnst gott að grípa í þetta þegar vantar fitu inn í daginn)

  • Bláberja- og quinoa klattar (sjá uppskrift hér)

  • Ferskur aspas steiktur upp úr smá kókosolíu og salti (fáránlega gott!)

  • Heilkorna flatbrauð með hummus, gúrku og sriracha sósu

  • Heilhveiti tortilla vefja smurð með smá hnetusmjöri, sultu án viðbæts sykurs, banani settur

    í miðjuna og tortillunni vafið utan um hann.

Prótein muffins

Hafraklattarnir góðu

Heilhveiti vefja með sultu, hnetusmjöri og banana

Það er snilld að eiga orkukúlur í ísskápnum loftþéttu boxi til að grípa í

Það er best að gera hristinga með trefjum og öllu, en það getur verið mjög gott að taka svona með í vinnuna/skólann ef það er lítið til af nesti

Epli og hnetusmjör – ávalt klassíkt

Hummus og niðurskorið grænmeti, í dag myndi ég þó nota nestisbox í stað plast pokans

Það er alltaf gott að eiga ávexti til að grípa í. Ég er mikill naslari á kvöldin og seðja safaríkir ávextir oftast þörfina.

Bláberja quinoa hafraklattar

Færslan er skrifuð af Amöndu Cortes og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.