fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Elín Kára – „Ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri“

Elín Kára
Mánudaginn 23. júlí 2018 16:30

Hver vill ekki þefa af svitablettum annarra?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um sjálfskipað prógramm sem hún er í sem hún kallar #10peppvikur.

„Það er ekkert spennandi að drekka alltaf bara vatn, borða chia graut og hvað þá avocadó“! – hugsa eflaust einhverjir. Menn vilja frekar drekka eitthvað með bragði, alltaf, alla daga. Fá sér alltaf það sem mönnum langar í frekar en að hugsa um hvað væri gott fyrir mann að borða. Ég er sem betur fer á þeim stað að mér finnst matur sem gefur mér langvarandi góða tilfinningu, mjög góður.

Þessi setning:“Það er ekkert spennandi að…“ truflar mig. Ég bara skil ekki af hverju hreint vatn er ekki nógu spennandi?!? Af hverju er það ekki spennandi að borða mat sem manni líður vel af og til lengri tíma (margra ára) gefur þér orku til að njóta lífsins??

Ég spyr: er það rosalega spennandi að vera í mikilli yfirþyngd upp úr þrítugt og vera orðin kjagandi um fimmtugt og þurfa lifa haltrandi feit/ur í sirka 20-30 ár til viðbótar?? Og er eitthvað spennandi við það að fresta því alltaf að hugsa örlítið skynsamlega og svo þegar þú ert orðinn sextugur, komin á nokkur lyf og líkaminn er um það bil að gefast upp – er þá rétti tíminn fyrir þig að gera eitthvað í þínum málum? Hvað verður þá „spennandi“ að setja ofan í þig??

Ég veit vel að ég er yfir kjörþyngd eftir tvær meðgöngur – ég segi þetta samt, því þetta eru spurningar sem ég spyr sjálfa mig. Svörin frá sjálfri mér nota ég sem hvatningu til þess að hreyfa mig og velja matinn betur ofan í mig. Að sjá kjagandi þrútið og þreytt fólk um sextugt hvetur mig, rétt tæplega þrítuga manneskjuna, til að velja betur og taka betri ákvarðanir um mat og hreyfingu.

Hver er staðan eftir fyrstu vikuna?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram (ekaradottir) og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Ég hef komið mér back to basic í matarræðinu og það gengur vel. Mér finnst alltaf ganga vel þegar ég næ að undirbúa og skipuleggja vel næstu daga. Ég er með barn á brjósti og þarf þess vegna að borða vel af góðum kolvetnum.

Veikleiki: skammtastærðir… ég þarf að vinna í þeim. Já, og vera aðeins skipulagðari; til dæmis var keypt prins póló í einni búðarferðinni og ég fékk mér eina ostaslaufu þegar ég var á ferðinni og að flýta mér. Ojæja, ég er ekki fullkomin – sem betur fer!

Hreyfing: Á þessari viku fór ég einu sinni út í gönguferð. Fór reyndar 2x í sund með dóttur minni og hef ekki töluna á ferðunum sem ég fór með henni í rennibrautirnar (ég fór bara þangað til hún var þreytt… og ég varð sveitt).

Annars hef ég hugsað um það á hverjum degi að mig langi til að hreyfa mig en ég finn ekki tímann. (Jább, algengasta afsökunin) Ég þarf að færa til og breyta hjá mér rútínu þannig að ég komi smá hreyfingu fyrir. Það er mission! Því mér finnst mjög gaman að hreyfa mig, ég bara týni sjálfri mér í amstri dagsins og lít á klukkuna á kvöldin og þá er hún iðulega orðin 11 að kvöldi til.

Vellíðan: Mér líður mjög vel líkamlega og andlega líka – þrátt fyrir rigningu þá er ég hin hressasta. Ég væri til í að ná að setja oftar í þvottavélina yfir daginn, en ég er að æfa mig í því að láta það ekki trufla góða skapið. Ég er að ná góðum nætur svefn og drekk vel af vatni = eitt stykki hress Elín.

Vigtin: -1,5 kg.

Ég hlakka til komandi viku – vertu með.. þetta er gaman

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.