fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Ragga nagli – „Hvað skal snæða fyrir snemmæfingar?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um nokkur næringaráð fyrir þá sem velja að stunda æfingar að morgni til.

Margir hanga á hurðahúninum þegar musteri líkamans opna rennihurðina klukkan sex núll núll að morgni.
Inn streyma hermenn morgunsins, víkingar og valkyrjur fullar af eldmóði að safna meira siggi í lófa og þófa.

En hvað skal snæða fyrir slíkar snemmæfingar?

Það er ekki allra að hoppa og hamast með magann fullan af hafragraut.

Fæstir nenna heldur að munda sleif og spón hlóðirnar fyrir dögun að kokka upp haframjölið.

Sumir fá sjóriðu að tæta upp stál og spæna spretti án þess að hafa eitthvað eldsneyti í tanknum og dúndra í sig hálfum banana.

Öðrum líður fínt að æfa á galtómri görninni.

En eru fullir angistar um að spæna upp amínósýrur úr vöðvunum sem kosta jú blóðsúthellingar, rassasvita og jafnvel örfá tár að byggja upp.

Hér eru nokkur ráð fyrir æfingameli sem fara á fætur á undan blaðberunum og vilja hámarka árangur sinn.

🔹Drekka 5-15 g BCAA amínósýrum eða Pre-workout drykk 15-20 mínútum fyrir æfingu. Amínósýrurnar koma af stað prótínmyndun í vöðvum og nýtast sem eldsneyti.
Rannsóknir sýna að inntaka BCAA seinkar þreytu í vöðvum.

🔹Borða vel af kolvetnum, prótíni og fitu í kvöldmat. Margir telja að þeir muni ekki standa sig eins vel ef þeir dúndra ekki í sig kolvetnum rétt fyrir æfingu, en vel samsett máltíð kvöldið fyrir veitir fínar birgðir af bensíni næsta morgun.

Það getur verið gott að seinka kvöldmatnum örlítið til að það líði styttra frá máltíð til æfingar.

🔹Fóðraðu hungraða vöðvana eftir æfingu með prótíni og kolvetnum. Sumir eru eins og vannærðir fuglsungar strax eftir æfingu, en aðrir finna ekki fyrir hungri fyrr en 2-3 tímum seinna. Finndu hvað virkar fyrir þig.

Hafðu í huga að það er engin rétt eða röng leið þegar kemur að því að næra sig fyrir og eftir æfingu.

Finndu bara leiðina sem hentar þér og þú getur viðhaldið.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.