fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Í guðs bænum fróið ykkur konur!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 7. júlí 2018 22:00

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ragga, mig langar stundum að fróa mér en finnst ég vera að svíkja kærastann ef ég geri það. Ég hef gert það hálfpartinn í laumi og fæ mikið samviskubit eftir á. Er eðlilegt að 26 ára kona í góðu sambandi við mann sem er algjör snillingur í rúminu hafi þessar þarfir?“
 
Facebook-vinkona mín sendi mér þessar línur í gær. Við þekkjumst ekki mikið – en ég fékk leyfi hennar til birtingar og innblásturs. Þetta er nefnilega alls ekki í fyrsta sinn sem ég fæ álíka spurningu frá konu sem langar að fróa sér, eða stundar sjálfsfróun, en er haldin skömm eða samviskubiti vegna þessarar saklausu og meinhollu iðju. Það er auðvitað ekki hægt að fullveðja kvenkyns kynverur gangi um með hugmyndir um að það sé eitthvað rangt við að stunda sjálfsfróun. Þess vegna er full ástæða til að rifja upp nokkur atriði sem sýna fram á hollustu sjálfsfróunar algerlega óháð sambandsstöðu!
 
Með sjálfsfróun styrkir þú ástarsambandið við sjálfa þig. Þekking á eigin líkama getur verið mjög valdeflandi og betra/jákvæðara samband við líkamann eykur hamingju þína og gerir þig hæfari til að finna hamingjuríka nánd með öðrum.
 
Sjálfsfróun bætir kynlíf þitt með öðrum. Sjálfsfróun er langbesta leiðin til að skoða hvað virkar fyrir þig og hvaða leiðir þú getur notað til að fá fullnægingu með öðrum. Það sem þú gerir í kynlífinu með sjálfri þér á líka heima í bólinu með því fólki sem þú kýst að stunda kynlíf með. Ef þú veist hvað virkar og hvað þú vilt getur þú kennt einhverjum öðrum þær aðferðir. Í öllum bænum ekki hætta að fróa þér þó að þú farir í fast samband – passaðu upp á að eiga kynlífsstefnumót með sjálfri þér reglulega – settu það jafnvel í dagatalið!
 
Sjálfsfróun hefur góð áhrif á sjálfsmynd þína, líkamlega og andlega. Þegar þú fróar þér ertu að sýna sjálfri þér ást – stunda kynlíf með einhverjum sem þú elskar skilyrðislaust. Líkamleg vellíðan eykur á hamingju og hamingjusöm ertu skemmtilegri og meira sjarmerandi manneskja. Sjálfstraust er líka öflugasti lostavaki í heimi.
 
Sjálfsfróun er holl fyrir píkuna þína. Sjálfsfróun eykur blóðflæði til ytri og innri kynfæra og hefur góð áhrif á grindarbotnsvöðvana. Við fullnægingu verður ósjálfráður samdráttur í vöðvunum sem styrkjast við það, rétt eins og þegar þú gerir grindarbotnsæfingar. Sterkur og heilbrigður grindarbotn minnkar líkur á þvagleka og bætir kynheilsu þína.
 
Sjálfsfróun bætir svefn. Þú kannast vonandi við sælu- og slökunartilfinninguna sem kemur í kjölfar fullnægingar. Hún flæðir um líkamann þegar sæluhormón eins og endorfín, prólaktín og oxytósín flæða út í blóðrásina við fullnæginguna. Hormónin geta hjálpað þér að slaka á, sofna og meira að segja verður svefninn dýpri og betri.
 
Sjálfsfróun er góð fyrir hjartað. Konur deyja úr hjartasjúkdómum og mörgum reynist erfitt að koma reglulegri líkamsrækt inn í daglega prógrammið. Þá er aldeilis gott að vita að það má þjálfa hjartað og bæta blóðflæði líkamans með því að fróa sér. Það hefur meira að segja komið fram í nokkrum rannsóknum að konur sem fá það reglulega eru ólíklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma og sykursýki 2.
 
Sjálfsfróun er öruggt kynlíf! Svo framarlega sem þú fróar þér ekki í marga klukkutíma á dag og hættir að tannbursta þig/mæta í vinnuna/tala við fjölskyldumeðlimi/greiða þér/nærast almennilega/setja statusta á Facebook… eða álíka. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því að verða ólétt eða fá kynsjúkdóma.
 
Þjáistu af verkjum eða færðu slæma túrverki – prófaðu að nota sjálfsfróun. Þegar þú færð fullnægingu hækka gildi taugahormónsins dópamíns og það ásamt endorfínum, hinum náttúrulegu verkjalyfjum líkamans, hefur beinlínis verkjastillandi áhrif.
 
Sjálfsfróun minnkar stress. Þegar þú færð fullnægingu ferðu í eins konar náttúrulega vímu – vegna hormónanna sem losna í líkamanum. Sumar rannsóknir hafa bent til þess að sjálfsfróun geti jafnvel minnkað líkur á þunglyndi. Ertu leið? Þá er kannski prýðileg hugmynd að þú elskir sjálfa þig aðeins oftar!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.