fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

„Á ég kannski bara að sætta mig við að kynlífi mínu sé lokið?“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 24. júní 2018 12:00

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga

Ég er giftur karlmaður í vanda. Eða kannski væri réttara að segja að við hjónin eigum í vanda. Við höfum ekki stundað kynlíf nema kannski tvisvar á síðustu tólf mánuðum, og það er of lítið að mínu mati. Ég er algjörlega kominn í þrot en hún virðist ekki þurfa meira.

Bakgrunnur okkar: Við kynntumst fyrir 22 árum og byrjuðum strax saman. Fljótlega kom fyrsta barnið undir og við giftum okkur fjórum árum eftir fyrstu kynni. Börnin eru þrjú núna, öll búa enn heima. Í byrjun var kynlífið fínt, og ég held að við höfum bæði fengið það sem við vildum. Við vorum samt aldrei neitt villt og líklega mundir þú telja kynlífið okkar ósköp venjulegt. Hvorki þá né núna höfum við rætt um kynlíf okkar – en með árunum höfum við lært að skilja hvort annað. Ég snerti hana og hún finnur að mig langar og svo koll af kolli. Frumkvæðið hefur alltaf verið mitt, en núna í seinni tíð, sérstaklega síðustu tvö árin, hefur hún nánast alltaf sýnt mér að hún vilji ekki snertingu, sem þýðir þá að hana langar ekki.

Ég stunda sjálfsfróun í einrúmi, en mér líður ekkert vel með það, og efast um að hún geri slíkt hið sama. Mig langar ofboðslega mikið í kynlíf og finn að ég er farinn að líta öðruvísi á konur í kringum mig. Konur sem vinna með mér kveikja allt í einu í mér og ég stend mig að því að dagdreyma um kynlíf með þeim. Samviskubitið er gríðarlegt, því ég hef aldrei haldið framhjá konunni minni og langar ekki að gera það.

Kæra Ragga, getur þú gefið mér einhver ráð um hvernig hægt er að laga ástandið? Á ég kannski bara að sætta mig við að kynlífi mínu sé lokið? Ég er samt alls ekki sáttur við það enda rétt kominn yfir fertugt og finn að orkan er ennþá mikil. Hvað get ég gert?

Bestu kveðjur,

Óli

 

Sæll Óli

Alveg er ég viss um að margir lesendur þekkja sig í frásögn þinni. Ástandið sem þú lýsir læðist aftan að fólki, og sambönd eins og ykkar, þar sem kynlífið er aldrei rætt, eru kannski í mestri hættu. Allt er í sóma og blóma í upphafi á meðan nýjabrumið blæs lífi í kynorkuna, en þegar frá líður hellist hinn banvæni hversdagsleiki yfir fólk. Við verðum eins og froskurinn í pottinum sem hefur ekki rænu á að bjarga lífi sínu ef vatnið er hitað smám saman í stað þess að vera sjóðheitt frá byrjun. Hann slakar á í hlýjunni en fyrr en varir er vatnið komið að suðumarki og froskurinn steindauður. En ekki örvænta elsku Óli minn. Ef það ríkir ennþá hlýja, virðing og ást á milli ykkar má vel vera að hægt sé að endurlífga það sem eitt sinn ríkti ykkar á milli.

Mér finnst skelfilegt að þú sért að íhuga að leggja kynlífsárar í bát á þínum aldri. Einhvern veginn þarf að leysa málið því þú ert ekki fullnægður, og greinilega ekki að lifa lífinu eins og þú helst vildir.

Að því sögðu vil ég líka nefna að órar þínir eru afskaplega eðlilegir og sjálfsfróunin sjálfsögð og nauðsynleg. Reyndar eru órar eðlilegir hjá öllum, líka fólki í einkvænissamböndum – munurinn er sá að þar hefur verið gefið loforð um að órarnir verði ekki færðir yfir í aðgerðir. Sjálfsfróun er líka holl og ætti að vera hluti kynlífs okkar á hvaða aldri sem er, óháð sambandsstöðu.

En til þess að hægt sé að vinna í málinu þarftu að nálgast konuna þína og opna umræðuna. Gættu þess að gera það ekki í ásökunartóni, og ekki gera það í rúminu. Talaðu um sjálfan þig og þínar tilfinningar í stað þess að reyna að lesa hennar. Hún þarf sjálf að tjá sína hlið. Ef grundvöllur reynist til að vinna í málunum og reyna koma kynferðislegu straumunum í gang á ný gæti verið sniðugt að ræða við ráðgjafa.

Bestu kveðjur,

Ragga

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi
raggaeiriks@gmail.com
www.raggaeiriks.com

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.